is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19004

Titill: 
  • „Við þurfum bara meira samfélag“ : upplifun eldri borgara í þjónustuíbúðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni úr þroskaþjálfanámi við Háskóla Íslands. Í henni verður reynsla eldri borgara sem búa í þjónustuíbúðum á höfuðborgarsvæðinu skoðuð með stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara til ársins 2017 til hliðsjónar. Tekin voru viðtöl við átta eldri borgara sem búa í Reykjavík. Markmið ritgerðarinnar var þríþætt: að skoða hvernig stefnan birtist í þjónustu við aldrað fólk, hverjar eru aðstæður eldri borgara sem búa í þjónustuíbúðum og hvernig málaflokkur eldri borgara getur dregið lærdóm af málaflokki fatlaðs fólks. Í ritgerðinni verður fyrst sagt frá stefnunni sjálfri og aðgerðaráætlununni að baki hennar. Því næst verða lög um málefni fatlaðs fólks og aldraðra skoðuð, kafli um hugmyndafræði kemur næst en þar eru hugtökin sjálfræði, valdefling og forræðishyggja skilgreind og kenningar um öldrun. Í seinni hluta ritgerðarinnar verða niðurstöður úr viðtölum sem tekin voru kynnt og síðast en ekki síst verða hugmyndafræðin og niðurstöður úr viðtölum bornar saman og einnig lög málaflokkanna beggja. Í niðurstöðunum kemur fram að sum efni stefnunnar séu mikilvægari en önnur.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19004


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lára Rannveig.docx..pdf436.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna