is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19015

Titill: 
  • Titill er á ensku Rannsókn á viðhorfum kennara til vals nemenda í myndmennt á unglingastigi grunnskólans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2014. Hún fjallar um eigindlega rannsókn höfundar á viðhorfum myndmenntakennara á unglingastigi grunnskólans til vals nemenda í myndmennt. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort samræmi sé á milli viðhorfa kennara og framkvæmdar myndmenntakennslu í íslenskum grunnskólum. Meginrannsóknarspurningarnar voru:
    1. Hver eru viðhorf kennara til vals í myndmennt á unglingastigi?
    2. Hvað þarf að gera til að efla myndmenntakennslu á unglingastigi?
    Hálfopin viðtöl voru tekin við þrjá myndmenntakennara sem allir höfðu kennt myndmennt sem valgrein á unglingastigi grunnskólans. Sumir þessara kennara höfðu kennt greinina í tugi ára en aðrir aðeins í nokkur ár. Fyrst var búinn til atriðalisti sem notaður var sem grunnur að viðtölunum. Þar sem viðtölin voru hálfopin fengu þátttakendur tækifæri til að koma fram með eigin sjónarmið. Innihald viðtalanna var því misjafnt þó að viðfangsefnið væri það sama (Kvale, 1996).
    Í ljós kom að viðhorf kennara til vals í myndmennt er almennt jákvætt og fagna þeir vali í list- og verkgreinum. Þeim fannst einnig að myndmennt ætti að vera skylda í 8.–9. bekk eins og flestar aðrar námsgreinar en mætti vera valgrein í 10. bekk grunnskóla. Þrátt fyrir góðan vilja kennara hefur þó valtímum í list- og verkgreinum fækkað í grunnskóla.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19015


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannsókn á viðhorfum kennara x8.pdf557.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna