is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19020

Titill: 
  • Áhrif eineltis í æsku á fullorðinsárum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á þau áhrif sem einelti í æsku kann að hafa á þolendur á fullorðinsárum þeirra. Fjallað verður um hugtakið einelti, um birtingamyndir þess, gerendur og þolendur og þær rannsóknir sem hafa verið gerðar varðandi þau áhrif sem einelti kann að hafa á þolendur. Gerð var eigindleg lífssögurannsókn þar sem tilgangurinn var að líta aftur til fortíðar á þá reynslu sem einstaklingar hafa orðið fyrir í æsku og kanna afleiðingar þess á líf þeirra á fullorðinsaldri. Viðtöl voru tekin við tvær konur á þrítugsaldri sem upplifðu einelti í grunnskóla. Viðtölin tóku mið af lífssögunálgun sem felst í að fá sem skýrasta mynd af lífshlaupi og tengslum milli atburða í lífi fólks. Fram kom í niðurstöðum að einelti hefur langtímaáhrif og glímdu konurnar tvær við þunglyndi, kvíða og lágt sjálfsmat löngu eftir að eineltið var hætt. Ákveðið vantraust einkenndi samskipti þeirra við annað fólk.Vegna þeirra niðustaðna sem fram hafa komið er mikilvægt að brýna fyrir börnum hve alvarlegt einelti er og að einelti hafi langtímaafleiðingar á líf þolenda.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19020


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-Final.pdf600.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna