ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1903

Titill

Betur má ef duga skal : markviss innleiðing Olweusaráætluninnar í Nesskóla Neskaupstað og forvarnarefni gegn einelti

Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um rannsókn á því hvernig til hefur tekist við innleiðingu á Olweusaráætluninni í Nesskóla, Neskaupstað ásamt forvarnarverkefni gegn einelti í formi vefleiðangurs sem ber nafnið Hvað er einelti?
Rannsóknin er eigindleg og inniheldur viðtöl, viðhorf starfsfólks og foreldra barna í Nesskóla, vettvangsathuganir og samanburð á eineltiskönnunum sem lagðar voru fyrir nemendur haustið 2006 og 2007.
Með rannsókninni vildi ég leggja mat á hvort Olweusaráætlunin væri jákvæð viðbót við það starf sem unnið var með gegn einelti í Nesskóla. Rannsóknin leiðir í ljós að hugmyndafræði Olweusar og þær aðferðir sem unnið er með gagnast vel starfsfólki og nemendum. Enda hefur einelti dregist saman á flestum stöðum innan Nesskóla. Þar sem ekki hefur náðst vænlegur árangur er sá staður sem starfsfólk leggur minnst upp úr því að taka þátt í framkvæmd Olweusarverkefnisins en það er starfsfólk íþróttarmannvirkja bæjarfélagsins.
Í umfjöllun um forvarnir gegn einelti kemur fram tilgangur þeirra og möguleikar á útfærslu kennsluefnis til að mynda vefleiðangurinn Hvað er einelti? Þar er sýndur hluti af afrakstri nemenda í 9. bekk í Nesskóla eftir að leiðangurinn var lagður fyrir í október 2007 ásamt umfjöllun umsjónarkennara eftir framkvæmd leiðangursins.
Lykilorð: Vefleiðangur, Olweusaráætlun.

Athugasemdir

Grunnskólabraut

Samþykkt
16.9.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Betur má ef duga skal.pdf1,55MBLokaður Heildartexti PDF  
Hvað er einelti.pdf272KBOpinn Vefur PDF Skoða/Opna