is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19030

Titill: 
  • Barnið sem ljóssækin verund eða þögult viðfang þekkingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með hliðsjón af alþjóðasamþykktum síðustu ára, t.a.m. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samþykktum Evrópuráðsins um uppeldismál og foreldrahæfni, hafa íslensk stjórnvöld skerpt á stefnumálum er varða börn og fjölskyldur. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur átt frumkvæði að því að hrinda í framkvæmd námskeiðum til handa foreldrum. Námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar er sú almenna uppeldisfræðsla sem Heilsugæslan styðst við og þar liggur til grundvallar Uppeldisbókin – að byggja upp færni til framtíðar. Inntak bókarinnar felst nær eingöngu í mælanlegum uppeldisaðferðum sem byggja á rannsóknum í atferlisfræði og félagsnámskenningum. Þar er áherslan að miklu leyti lögð á að árangursmiða uppeldið og að foreldrar móti börn sín eftir fyrirfram ákveðnum hugmyndum. Í ljós kemur að þessi nálgun Heilsugæslunnar er í andstöðu við inntak alþjóðasamþykktanna fyrir þær sakir að í henni eru börn undirsett foreldrum sínum á meðan alþjóðasamþykktirnar leggja ríka áherslu á sjálfstæðan tilverurétt allra barna, óháð foreldrum sínum. Í verkefninu er þeirri spurningu velt upp hvort viðteknar nálganir sem byggja á atferlisfræði geti komið í veg fyrir að foreldrar og börn kynnist sem manneskjur og hvort kenningar og nálganir í menntaheimspeki, s.s. farsældarhyggja, eigi heima í barnauppeldi fremur en mótunarkenningar atferlisfræðinnar.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19030


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Barnið sem ljóssækin verund eða þögult viðfang þekkingar-Skúlína Kristinsdóttir.pdf697.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna