is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19035

Titill: 
  • Tölvu- og upplýsingatækni í fjórum grunnskólum Garðabæjar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tölvu- og upplýsingatækni í fjórum grunnskólum í Garðabæ er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin gerir grein fyrir stöðu kennslu í upplýsingatækni í 1. til 4. bekk í fjórum af grunnskólum Garðabæjar: Álfta-nesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla. Upplýsingatækni gegnir miklu hlutverki í nútímasamfélagi og er því lykilþáttur í undirbúningi nemenda fyrir framtíðina.
    Í verkefninu er farið yfir tölvu- og upplýsingatækni í Aðalnámskrá grunnskóla, skoðuð markmið og stefna Garðabæjar um þátt upplýsingatækni í skólastarfi og áherslur skólanna sjálfra á því sviði. Rannsóknin er byggð á viðtölum við kennsluráðgjafa eða tölvu- og upplýsingatæknifulltrúa við fjóra af grunnskólum Garðabæjar. Viðtölin vorutekin í febrúar og mars 2014. Farið var yfir kennslu, aðstöðu, búnað og skipulag tölvu- og upplýsingatækninnar í skólunum og leitast við að draga fram sérstöðu hvers skóla. Athyglin beinist að 1. til 4. bekk svo að unglingaskólinn Garðaskóli fellur að mestu utan ramma þessarar rannsóknar. Rannsóknin nær heldur ekki til Alþjóða-skólans, sem hefur aðsetur í Sjálandsskóla og Vífilsskóla, einkarekins skóla á vegum Hjallastefnunnar.
    Kennsla, aðstaða og aðbúnaður í tölvu- og upplýsingatækni í skólum Garðabæjar er almennt talin góð þegar frá er talinn Álftanesskóli sem áður heyrði til bæjarfélagi sem nú hefur sameinast Garðabæ. Þar er talin þörf á úrbótum á tæknisviðinu eftir fjárhagslegar þrengingar á liðnum árum. Flataskóli, Hofsstaðaskóli og Garðaskóli fóru á sínum tíma í gegnum öflugt innleiðingarferli í upplýsinga- og tölvutækni og við uppbyggingu Sjálandsskóla naut skólastarf þar góðs af því ferli, tæknivæðingin féll vel að kennslu í opnum rýmum sem þar var lagt upp með. Álftanes og Garðabær sameinuðust 1. janúar 2013 og þar stendur fyrir dyrum uppbyggingar- og inn-leiðingarstarf um upplýsingatækni í samstarfi við tölvudeild Garðabæjar. Í hinum skólunum þremur, sem hér eru undir í þessari rannsókn, Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla, hefur verið samfelld þróun og uppbygging í tölvu- og upplýsinga-tækni í meira en áratug, skólarnir standa framarlega á því sviði og reynt er að fylgja nýjustu stefnum og straumum á greinasviðinu.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tölvu- og upplýsingatækni í fjórum grunnskólum Garðabæjar-E.pdf4.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna