is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19046

Titill: 
  • Tíska og femínismi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Klæðnaður er eitt helsta verkfæri manneskjunnar við persónusköpun en þegar við klæðum okkur, skreytum og förðum gerum við það eftir flóknum skrifuðum og óskrifuðum reglum sem eru mjög mismunandi fyrir kynin. Í þessari ritgerð ætla ég að skoða mismunandi klæðnað kynjanna, hverjar eru afleiðingar þess að klæðnaður og útlit kynjanna sé ólíkt og hvort einhver breyting er að eiga sér stað í kvenklæðnaði í dag. Rannsóknarspurningin mín er sú hvort að konur geti barist fyrir jafnrétti í nafni feminismans á meðan þær gangast að einhverju leyti við kvenleikanum og óskrifuðum útlitsreglum.
    Kvenleikinn hefur haft mikil áhrif á það hvernig konur eru flokkaðar, gagnrýndar og dæmdar í vestrænum samfélögum. Mismikill munur hefur verið á klæðnaði kynjanna í gegnum árin en ég stikla á stóru í tískusögu kvenna í þessari ritgerð. Ég fjalla stuttlega um mismun á klæðnaði kynjanna, hvernig fólk skilgreinir sig eftir kyni í klæðaburði og það hvernig við erum þjálfuð í að greina kyn manneskju einungis út frá klæðnaði hennar.
    Afleiðingar þessarar tvískiptingar geta verið margvíslegar. Miklu meiri kröfur eru gerðar til kvenna um að líta vel út, aga sig í útliti, hegðun og klæðnaði og þessi ögun er þess valdur að konur hafa almennt minna sjálfstraust er karlar. Þessi skortur á sjálfstrausti getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þessar konur, þær gætu til dæmis fengið lægri laun heldur en karl í sömu stöðu, eru fáar í stjórnunarstöðum og minna mark er tekið á þeim inna vinnustaðsins sem utan.
    Ég tek fyrir nýleg dæmi úr fræðigreinum, rannsóknum og pistlum um það hver tengsl tísku og femínisma eru, hvernig þessi tvö fyrirbæri vinna saman og hvernig ekki en mjög skiptar skoðanir eru um hlutverk tísku innan feminisma. Sumir telja tísku og kvenleika verða að víkja til þess að konur nái jöfnum réttindum á við karla en aðrir telja tísku og kvenleika stóran þátt í því hvernig konur skilgreina sjálfar sig og miðla persónuleika sínum.
    Ég ég tek viðtal við fatahönnuðinn Katrínu M. Káradóttur og vitna í skrif um og eftir tískubloggarann Leöndru Medine til þess að fá þeirra sjónarhorn á tískuna og hvernig hún er mögulega að þróast. Eins fjalla ég stuttlega um fatahönnuði og þeirra hlutverk innan þessa alls. Það virðist vera að eiga sér vitundarvakning um stöðu kvenleika og tísku og margt er í umræðunni í dag en við eigum vissulega langt í land og margt þarf að koma saman til þess að konur geti klætt sig eins og þær vilja án þess að eiga á hættu að vera dæmdar fyrir útlit sitt og klæðnað.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba_ragna.pdf782.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna