is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19047

Titill: 
  • Samstarf og samskipti leikskólastarfsfólks og foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er markmiðið að skoða samstarf og samskipti leikskólastarfsfólks og foreldra út frá búsetu, stöðu og þjóðerni. Rannsóknarspurningin er hvort menntun, þjóðerni eða tungumál áhríf á samstarf foreldra og leikskólastarfsfólks. Gerð var megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar sem send var á starfsfólk og foreldra í tveimur leikskólum í Reykjavík alls 206 manns. Þátttaka var um 50%. Annar leikskólinn er staðsettur í Vesturbænum með frekar fáa nemendur af erlendu bergi brotnu og hinn í Breiðholtinu þar sem fremur mikið er um fólk af erlendu bergi brotnu. Auk þess var gerð lítil eigindleg rannsókn þar sem rætt við leikskólastjórnendur, foreldra og fólk af erlendu bergi brotnu. Niðurstöður voru skoðaðar í ljósi annarra rannsókna og heimilda, og einnig félagsskiptakenningarinnar (e. Social exhange theory). Niðurstöðurnar voru meðal annars þær að það virtist skipta verulegu máli hvar fólk býr, hver staða þess er og þjóðerni, hvernig það svaraði spurningunum um samskipti og samvinnu leikskólastarfsfólks og foreldra. Hugsanlega má nota þessar niðurstöður í áframhaldandi þróunarvinnu um samskipti og samvinnu leikskólastarfsfólks og foreldra.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19047


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.ed Lokaverkefni.pdf5.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna