is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19053

Titill: 
  • ,,Að syngja í gospelkór - hvað er svona merkilegt við það?” : um bakgrunn og viðhorf kórfélaga í íslenskum gospelkórum
  • Titill er á ensku ,,Why sing in a gospel choir?” : on the background and perspectives of members in Icelandic gospel choirs.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Helstu markmið þessarar rannsóknar voru að skoða samsetningu og bakgrunn þeirra sem syngja í gospelkórum á Íslandi. Jafnframt var kannað hvers konar tónlistarbakgrunn og tónlistarsmekk kórfélagar höfðu, hvernig þau mátu eigin tónlistargetu, hverjar væru helstu ástæður þess að þau velji gospelkóra umfram aðra kóra og hvaða þættir kórastarfsins hefðu einkum áhrif. Í því skyni var sérstaklega fylgst með fyrsta starfsári nýstofnaðs gospelkórs við Kópavogskirkju.
    Fræðilegur bakgrunnur rannsóknar samanstóð annars vegar af því sem búið er að skrifa um kóratónlist á Íslandi, en það eru tvær ritgerðir önnur eftir Sigrúnu Lilju Einarsdóttur (2009) Af hverju syngur þú í kór? sem inniheldur megindlega rannsókn um ástæður þess hvers vegna meðlimir í tíu íslenskum kórum syngja í kór og BA-verkefni Veroniku Österhammer (2008) um íslenskan kórsöng, kirkjukórsöng og samfélagsleg áhrif. Hins vegar voru skoðaðar heimildir og rannsóknir um þróun kóra í vestrænum heimi og upphaf og þróun gospeltónlistar.
    Aðferðafræði rannsóknar samanstóð annars vegar af tilviksrannsókn þar sem tilvikið var Gospelkór Kópavogskirkju. Allar æfingar og messur voru teknar upp á myndbandsupptökuvél og eigindleg, hálfopin viðtöl voru tekin við meðlimi kórsins einu sinni en tvisvar við kórstjóra. Hins vegar var spurningakönnun send til meðlima fjögurra annarra Gospelkóra og unnið úr svörunum. Afurð þessarar vinnu er annars vegar þessi ritgerð og hins vegar drög að heimildarmynd sem er um starf Gospelkórs Kópavogskirkju.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meirihluti þátttakenda höfðu mikla ánægju af kórsöng og að almenn ánægja virtist vera með kórstjórnendur þeirra kóra sem tóku þátt. Menntunarstig þátttakenda var nokkuð hátt, sem og tónlistarmenntun og rúmlega helmingur þátttakenda höfðu sungið einsöng með kór og mátu sína tónlistargetu sem nokkuð góða almennt. Athygli vakti að popp, gospel og rokk reyndust vera þær tegundir tónlistar sem áttu hvað mest upp á pallborðið en meðalaldur þátttakenda reyndist vera nokkuð lægri en talið er almennt í blönduðum kórum en í þessu tilfelli voru 40% þátttakenda undir fertugu. Þó nokkur kynjahalli reyndist vera meðal þátttakenda en fram kom að mikill meirihluti þátttakenda voru félagslega virkir; yfir 90% voru skráð í kristin trúfélög og jákvæðir út í félagslífið almennt í sínum kór, sem og aðra þætti kórastarfsins. Í tilviksrannsókn kom í ljós að breyting varð á félagslegum tengslum kórmeðlima þegar á leið, sérstaklega eftir áramót þegar fastur kjarni var orðinn til í kórnum. Niðurstöður bentu jafnframt til þess að aukning hafi verið á kirkjusókn í óhefðbundnar messur en þó liggja ekki fyrir endanlegar tölur til samanburðar. Verkefnið og meðfylgjandi drög að heimildarmynd gefa ágætis hugmyndir um íslenska gospelkóra almennt og þær áskoranir sem felast í því að stofna kór frá grunni, sér í lagi óhefðbundinn, lítinn kór þar sem vægi einstaklingsins er mun meira en í hefðbundnum kór.
    Lykilorð: Gospel, gospelkór, kirkja, messa, félagsleg tengsl, vestrænt kórastarf, íslenskt kórastarf, kórstjóri, kórsöngur.

  • The main aim of this research was to observe demographical background of members in Icelandic gospel choirs; e.g. their musical background, how they perceive their own musical abilities, musical preferences, why they sing in gospel choirs and their views towards several aspects of their choral activities. Furthermore, a part of the project was to observe the newly created Gospel Choir of the Church of Kópavogur, Iceland during a whole year. The choir members’ experience of the newly founded choir were looked into as well as how their social structure develops over the period and the challenges encountered one must encounter when starting a new ‘non-traditional’ choir.
    Theoretical background of this research consisted firstly on previous research on choir activities in Iceland; one master’s thesis written by Sigrún Lilja Einarsdóttir (2009) studying ten Icelandic choirs and a bachelor thesis by Veroniku Österhammer (2008) studying Icelandic choir singing, church choir singing and social impact. Secondly, some previous research and literature about the development of the western choral tradition were reviewed as well and thirdly previous literature on the beginning and development of the gospel music and gospel choirs was observed.
    The methodology of the research was twofold: Firstly, I conducted a case study where the case was the gospel choir of Kópavogskirkja, Gospelkór Kópavogskirkju. All the masses where the choir participated and choir practices were video-recorded with a camcorder and interviews conducted in accordance with the qualitative method. Semi open interviews were conducted with the members of the choir once during the research period but twice with the conductor. Secondly, an online, qualitative survey was conducted among members of four other Gospel choirs in Iceland. In addition to this thesis, a draft of a documentary was made about the gospel choir of Kópavogskirkja.
    The main conclusion of this research implies that the majority of participants were overall positive towards choral singing in general and the results were positive in terms of choir members’ perspectives towards their choral conductors. The educational level among participants was relatively high, as well as musical education and over half of participants had sung solos with choirs and perceived their musical abilities as relatively good. Furthermore, in terms of musical preferences, popular music, rock music and gospel were the most popular genres among participants, which may not be surprising since 40% of participants were under the age of 40, resulting in an average age assumably low compared to amateur, mixed-voice choirs in general. Demographically there was a gender bias among participants; a vast majority was socially active, over 90% were registered in Christian religious groups and the majority of participants were generally positive towards the social factor and other factors of their choral activities. In the case study, it was evident that changes occurred in the social structure between the members, especially after the New Year when a core group had formed. The documentary also provides an evidence of the challenges in creating a new choir, especially an ‘informal’ and small choir where the each individual has more influence than in a bigger choir. Results of the research indicate that number church visitors who attended the untraditional mass during the research period seem to have increased. However, further observation and detailed numbers on attendance are desirable to conclude on that matter.
    Keywords: Gospel, gospel choir, church choir, mass, music sociology, western choir, Icelandic choir, conductor, choral singing

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19053


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokalokaskil Skemman Ragna.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna