is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19054

Titill: 
  • Brottfall úr framhaldsskóla eftir stutta dvöl : hverjar eru ástæður þess og hvað er til ráða?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er unnið sem lokaverkefni til BA – prófs í Uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er unnið með fræðilegt efni og jafnframt tölfræðilegar upplýsingar.
    Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða hverjar helstu ástæður þess að brottfall nemenda úr framhaldsskóla sem á sér stað á eða strax eftir fyrsta árið. Einnig verður skoðað hvort íslenska menntakerfið eigi jafnvel einhvern þátt í þessu brottfalli. Jafnframt verða skoðuð gögn úr spurningakönnun sem lögð voru fyrir 16 ára nemendur og að lokum verður fjallað um þau stuðningskerfi sem þróuð voru eða eru í mótun, til að sporna gegn brottfalli úr námi í framhaldsskólum.
    Helstu niðurstöður eru þær að margir þætti eiga þátt í brottfalli, brottfall er langt ferli þar sem margir þættir tengjast saman og koma einkenni snemma fram á skólagöngunni. Helstu áhrifavaldar að brottfalli eru bakgrunnur nemandans, stuðningur og gildismat foreldra, skóli og samfélagið. Þær aðferðir sem reyndar hafa verið til að minnka brottfall hafa skilað misjöfnum árangri, þó er talið nú að náms- og starfsráðgjafar gegni lykilstöðu í að sporna gegn brottfalli.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19054


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Svava Rún.pdf423.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna