is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19057

Titill: 
  • Þurfa millistjórnendur að vera leiðtogar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mannauðsstjórnun og leiðtogahæfni eru hugtök sem oft eru nefnd saman í umræðum um árangursrík fyrirtæki. Höfundur ritgerðarinnar hefur mikinn áhuga á þessum tengslum og sérstaklega með tilliti til millistjórnenda.
    Ritgerðin byggist fyrst og fremst á fræðilegri umfjöllum um mannauðsstjórnun og leiðtogamennsku. Hugtökin forysta og leiðtogi eru skilgreind ásamt helstu verkefnum millistjórnenda og muninum á verkefnum stjórnanda og leiðtoga samkvæmt þekktum fræðimönnum á þessu sviði. Fjallað er um þekktar kenningar og rannsóknir í mannauðsstjórnun og leiðtogafræði ásamt niðurstöðum rannsóknar sem höfundur gerði á millistjórnendum stærstu fyrirtækja landsins. Með rannsókninni var leitað eftir viðhorfum þeirra til leiðtoga- og forystufræða og tengsl þeirra við stjórnunarfræði.
    Höfundur telur tengingu á milli árangursríkra millistjórnenda og góðrar leiðtogahæfni vera mikla. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að leiðtogahæfni skiptir miklu máli fyrir millistjórnendur en þrátt fyrir að margt staðfesti það er ekki hægt að benda á með ótvíræðum hætti að millistjórnendur þurfi að vera leiðtogar. Höfundi þykir viðfangsefnið mjög áhugavert og vonast til þess að frekari rannsóknir á millistjórnendum og leiðtogahæfni verði gerðar í nánustu framtíð.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aslaug-Maria-Rafnsdottir-BS-ritgerd-Thurfa-millistjornendur-ad-vera-leidtogar-17-12-2013.pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna