is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19058

Titill: 
  • Stefnumótun tískunnar : áhrif tískuspádómsfyrirtækja og ímyndasköpun markaðssetningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn mín felst í því að skoða hvernig og hvenær fyrirbærið tíska varð til, og hverjir móta tískuna á okkar tímum. Í upphafi má segja að tíska hafa orðið til þegar fólk fór að klæða sig, ekki aðeins í þeim tilgangi að halda á sér hita og hylja nekt sína heldur einnig til þess að líta betur út og skarta sínu fegursta. Allt frá því að fatahönnun varð viðurkennd starfsgrein á 13. öld með tilkomu klæðskeraiðnar hefur tískan stöðugt tekið á sig nýjar myndir. Í rannsókn minni eru þeir þættir skoðaðir sem spiluðu stórt hlutverk í framþróun hönnunar og tísku og einnig hvernig samfélagslegir þættir líkt og byltingar, atvinnuleysi og stríð höfðu áhrif á klæðaburð fólks. Á okkar tímum eru ýmsir þættir sem koma að mótun hönnunar og tísku, þar á meðal svokölluð tískuspádómsfyrirtæki (en. Trendforecasting). Leitast verður við að rannsaka tískuspádómsstarfsemina og hver áhrif hennar hefur verið á þá strauma sem hafa verið ráðandi á hverjum tíma. Tískuspádómsfyrirtækin sjá um að spá fram í tímann um komandi strauma og stefnur í tísku og hönnun. Fyrirtæki, vörumerki eða hönnuðir geta þá ráðfært sig við þessi fyrirtæki og fengið leiðsögn um það hvað muni verða vinsælt og þar af leiðandi seljast. Í samhengi við vinnuaðferðir tískuspádómsfyrirtækjanna skoða ég markaðssetningaraðgerðir og ímyndasköpun tískuvörumerkja með hugmyndafræði blætisdýrkunar að leiðarljósi.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19058


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA lokaritgerð RJ netskil.pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna