is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19068

Titill: 
  • Arkitektúr og kennsluumhverfi barna : áhrif arkitektúrs á kennslu barna með einhverfurófsröskun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er kennsluumhverfi skóla á Íslandi skoðað út frá byggingarlist með tilliti til barna á einhverfurófi, og hvernig stefnan Skóli án aðgreiningar kemur inn í það. Snert er á meginþáttum einhverfurófsins og hvernig það lýsir sér út frá kenningum Leo Kanner, yfir í það að skoða helstu fræði Bruno Gepner hvernig einhverfan hefur áhrif á umhverfisskynjun einstaklingsins. Einnig er skoðuð rannsókn Mogdu Mostafa arkitekts, sem hefur gefið út leiðarvísi í þágu arkitekta varðandi hönnun kennsluumhverfis barna með einhverfu og Asperger. Aðferðarfræði TEACCH og SPELL eru skoðaðar en þær kennsluaðferðir eru notaðar hérlendis. Hvernig eru skólar á Íslandi að virka gagnvart nemendum á einhverfurófinu með tilliti til hönnunar kennsluumhverfis þeirra? Hvernig er stefnan Skóli án aðgreiningar að virka fyrir þennan hóp barna og er byggingarlistinni gefið vægi þegar unnið er út frá þeirri stefnu?
    Leitast er við að svara ofangreindum spurningum með því að taka til viðmiðunar tvo skóla á höfuðborgarsvæðinu, annar skólinn er sérskóli og hannaður sem slíkur en hinn skólinn starfar undir merkjum Skóla án aðgreiningar og er hannaður út frá þeirri stefnu. Höfundur tók viðtöl við arkitekta beggja skóla sem og fagaðila og fylgdi eftir þeim rannsóknum með vettvangskönnun þar sem fylgst var með einu barni á einhverfurófinu í hvorum skóla í einn dag.
    Athugun höfundar gaf það til kynna að svo virðist sem að arkitektar séu meðvitaðir í hönnun sinni um misjafnar þarfir barna í kennsluumhverfi þó eitthvað virðist vanta upp á, að það skref sé tekið til fulls. Gott samtal er á milli arkitekta og fagaðila skóla þegar kemur að breytingum eða hönnun skólaumhverfis. Höfundi fannst greinarmunur vera á aðstöðu skólanna tveggja sem og skilnings gagnvart þörfum barna á einhverfurófinu. Ekki virtist sem skoðaðar væru rannsóknir varðandi upplifun eða skynjun barna með einhverfu en mikið tillit er tekið til aðgengi fatlaðra, hvort það sé sökum þess að byggingarreglugerð gerir kröfur um að slíkt sé gert verður þó ekki svarað hér. Niðurstaðan er sú að margt gott hefur gerst í málefnum barna sem glíma við þroskahamlanir í skóla hér á landi en mikil vinna sé framundan ef taka á upp stefnuna Skóla án aðgreiningar almennt. Hið manngerða umhverfi krefst meira vægis, það spilar of stóru hlutverki í lífi þeirra barna sem glíma við skynúrvinnsluerfiðleika sem og annarra barna sem glíma við t.d. ADD eða ADHD.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arkitektúr_og_kennsluumhverfi_barna.pdf2.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna