is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19071

Titill: 
  • Titill er á ensku Combat Children and Toy Soldiers
  • Börn í bardaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Höfundur útskrifast senn úr uppeldis- og menntunarfræði. Vegferðin að takmarkinu hefur verið nokkuð löng og leitt víða, þar sem sömuleiðis var lögð stund á BA nám í lögfræði og rússnesku, allt til austurstrandar Bandaríkjanna. Hugmyndin að verkefninu varð til við skiptinám við Stanfordháskóla í Kaliforníu. Í Bandaríkjunum voru meðal annars í boði námskeið í Hnattrænum mannréttindum og félagsfræðilegum margbreytileikum mansals. Þar sem áhuginn liggur víða þótti upplagt að samræma námið í uppeldis- og menntunarfræðum og námið erlendis við gerð lokaverkefnisins, enda koma þar saman uppeldis- og menntunarfræði, lögfræði, mannréttindi og ýmislegt annað sem vekur sérstakan áhuga. Verkefnið er ritað á ensku. Við undirbúning verkefnissins rak höfundur sig á það að mörg þeirra hugtaka sem gegna svo mikilvægu hlutverki við að útskýra og greina frá því sem felst í hermennsku barna eru enn ekki til í íslensku máli.
    Heimildaritgerðin Börn í bardaga, eða Combat children and Toy Soldiers leitast við að útskýra hvar, hvers vegna og með hvaða hætti börn eru hvött til herþjónustu, sérstaklega til umhverfis þeirra samkvæmt vistkerfiskenningu Bronfenbrenner. Sjaldnast er um upplýst samþykki að ræða og börnum er gjarnan rænt til slíkra verka. Því er mikið um mansal í barnahernaði. Ljóst er að auknum ófriði í þróunarlöndunum hefur barnahermennska aukist. Skoðuð eru nokkur svæði í heiminum, litið er á hvað er ólíkt með barnahermessku frá einum stað til annars, og hvað er sameiginlegt á alþjóðlega vísu. Litið er á alþjóðlega löggjöf og hlutverk hjálparstofnanna auk sérstakra vandamála sem skapast af barnahernaði.
    Þetta lokaverkefni er samið af mér undirritaði. Ég hef kynnt mér Siðareglur Háskóla Íslands (2003, 7. nóvember, http://www.hi.is/is/skolinn/sidareglur) og fylgt þeim samkvæmt bestu vitund. Ég vísa til alls efnis sem ég hef sótt til annarra eða fyrri eigin verka, hvort sem um er að ræða ábendingar, myndir, efni eða orðalag. Ég þakka öllum sem lagt hafa mér lið með einum eða öðrum hætti en ber sjálf ábyrgð á því sem missagt kann að vera. Þetta staðfesti ég með undirskrift minni.
    Reykjavík, 13.1.2014
    Þórhildur Sif Þórmundsdóttir

  • Útdráttur er á ensku

    In the summer of 2013, I left my husband and three children for a number of weeks to study human rights and human trafficking at Stanford University in California, as a member of Stanford Summer International Honors Program. Living alone for the first time at the tender age of 35, a continent away from my husband and children, turned out to become an extraordinary experience, academically as well as my personal and individual growth, not as a wife, a daughter or a mother. Having become a mother at the very young age of 17, I had not had the chance to become a university student without being a mother first. Being completely on my own, I got the opportunity to sink myself into my studies and concentrating on my everyday work, for which I am ever so grateful. I wanted to write about my education at Stanford because I hold them particularly close.
    In the year 1999, I travelled to Malawi Africa, to visit my father living there at the time. I did not encounter war or any such terror but I did witness poverty in all its cruelty. Children died from malaria in plain sight. Dead people lay by the side of the road after being hit by moving vehicles. Having gotten the very small taste of the geographical poverty there is no doubt in my mind that I would result to anything in order to protect my family, perhaps even consent to “too good to be true” offers hoping for a miracle. The dissertation begins with a discussion of the terminology of child soldiering, including relevant laws and international statues, organizations battling child soldiering and sociological terms. The first main chapter is on risk factors involving child soldiering in accordance to Bronfenbrenner´s (1986) ecological theory. According to Bronfenbrenner’s theory, the environment of each individual child can be divided into four categories placing a child and it´s qualities, age, gender and health in the center. The four categories then circle one another, from the child’s most immediate environment to the most distant one. The subsequent chapters involve trafficking in soldiers, legal and sociological definitions, gender roles in child soldiering and child soldiering more generally, organizations and authorities that have used or do use child soldiers, why child soldiers are recruited, sexual violence in armed forces and methods of reintegration. Finally, the paper is concluded by closing arguments.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19071


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokav.final.thorhildurskemma.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna