is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19076

Titill: 
  • Orðræða um arkitektúr : umfjöllun um arkitektúr í íslenskum fjölmiðlum árin 2005 og 2010
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skoðuð umfjöllun um arkitektúr í íslenskum fjölmiðlum árin 2005 og 2010. Kveikja hennar má rekja til skopteikningar Halldórs Baldurssonar teiknara sem birtist í Blaðinu 30. ágúst árið 2007. Þar birtast arkitektar sem hálfgerðair „gangsterar“ sem fremji glæpi gagnvart umhverfi sínu. Í framhaldi af því fór ég að velta fyrir mér hvert viðhorf almennings til arkitektúrs sé á Íslandi.
    Í upphafi ritgerðarinnar er gert grein fyrir nálgun arkitekta á byggingarlist á nokkrum mismunandi tímum: klassísku stíleinkennum Vitruviusar, breytingunum sem urðu með tilkomu módernismans og að lokum eru hugmyndir Bjarka Ingels, fulltrúa nýrrar kynslóðar arkitekta, kynntar. Með því er arkitektúr kynntur til sögunnar sem síbreytilegt afl sem mótar umhverfi okkar og hefur áhrif á daglegt líf. Til að rannsaka viðhorf Íslendinga til arkitektúrs var gerð einföld orðræðugreining fyrir árin 2005 og 2010. Rýnt var í niðurstöðurnar, borið saman milli ára og þær túlkaðar huglægt.
    Greiningin sýndi að arkitektúr er umdeildur og greinar sem birtast í þeim miðlum sem voru skoðaðir eru ýmist jákvæð eða neikvæð gagnrýni á byggingarlist innanlands sem og almennt. Jákvæðar greinar voru þó fleiri en þær neikvæðu og breyttist það ekki þrátt fyrir bankahrunið árið 2008. Fjöldi greina sem kom fram við leit var margfalt fleiri árið 2005 en árið 2010. Í ritgerðinni er leitt líkum að því að munur í umfjöllun miðlanna á arkitektúr milli þessara ára markist af breyttu efnahagsumhverfi í þjóðfélaginu sbr. póststrúktúralíska nálgun orðræðugreiningarinnar sem gerir ráð fyrir því að umhverfið móti orðræðuna. Þrjú þrástef fundust við rannsóknina í umræðunni árið 2005. Þau eru umhverfi, einsleitir kassar og módernismi. Módernisminn virðist einmitt vera sá stíll í byggingarlist sem Íslendingar eiga hvað erfiðast með að sætta sig við þrátt fyrir að vera ríkjandi í manngerðu umhverfi á Íslandi. Hvað veldur er erfitt að segja en það gerir faglega umfjöllun um byggingarlist í fjölmiðlum enn mikilvægari en ella.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19076


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Orðræða um arkitektúr.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna