is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19083

Titill: 
  • Titill er á ensku Energy- and protein intake of surgical patients after the implementation of new hospital menus. Patients’ satisfaction with hospital food
  • Orku- og próteinneysla hjarta- og lungnaskurðsjúklinga 2013 eftir innleiðingu nýrra matseðla á Landspítala; samanburður við fyrri rannsókn frá 2011. Viðhorf sjúklinga til sjúkrahúsmatar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Background and aims: The prevalence of disease-related malnutrition at Landspítali- the National University Hospital(LSH) is 20-60%, but varies between patient groups. Changes have been made to the hospital menus towards greater energy density. The aims of this thesis were 1) to investigate energy- and protein provided by served hospital meals, 2) to investigate actual amount of energy and protein consumed from the hospital meals, 3) to investigate total amount of energy and protein consumed daily with inclusion of oral nutrition supplements (ONS) or food brought from home, and 4) to investigate patients’ satisfaction with the hospital food.
    Design: Observational study
    Methods: Intake of patients (N=92) admitted to the Department of Cardiothoracic Surgery in LSH in 2013 was compared to intake of patients from a study in 2011(N=69). Energy- and protein intakes of patients from the main meals (breakfast, lunch and dinner) and snack (afternoon- and evening) provided by the hospital kitchen were estimated using a validated plate diagram sheet (0%, 25%, 50%, 100%), on the third to fifth day after surgery in both studies. Intake of ONS and food brought from home was also recorded. A questionnaire was used to examine the patient’s satisfaction with the hospital food. Multivariate linear regression was used to investigate the mean difference and 95% confidence interval (95% CI) for the present 2013 study compared with the previous 2011 study. Adjustments were made for potential confounding variables such as age, gender and disease.
    Result: In 2013, the five hospital meals provided more energy (1946 ± 65 vs. 1711± 199 kcal, P<0.001) but somewhat less protein (81.5 ± 7.2 vs. 85.5 ± 9.9g, P=0.003) compared to 2011. Actual caloric intake from the meals was higher in 2013 (1293 ± 386 vs. 1096 ± 340 kcal, P=0.001) than in 2011, with no significant difference in protein intake. Due to lower consumption of ONS and food brought from home in 2013 compared with 2011 (170 ± 171 vs. 282 ± 207 kcal, P<0.001) total energy intake between the two studies was not significantly different. Mean energy and protein intakes were 25.6 and 34.4% below estimated requirements, respectively. Most patients rated the hospital food as very good or good (87%). Most patients were generally satisfied with the food served and thought it was suitable for their dietary needs. However, 17.6% of the participants who had special dietary needs thought they weren’t provided suitable food. Approximately11% were allowed to choose their own meals from the menu. One-fourth of participants thought they were served too much food.
    Conclusion: Our study shows that an increase in energy density in hospital meals increases energy consumed from the meals. The results of this study suggest that dissatisfaction with the food offered is an unlikely explanation for low energy- and protein intake among surgical patients at LSH. It is necessary to implement individualized service of meals and snacks as appropriate, in accordance to the clinical guidelines on patients’ nutrition, to prevent malnutrition during hospital stays.
    Masters committee: Ingibjörg Gunnarsdóttir, Alfons Ramel and Heiða Björg Hilmisdóttir
    Faculty of Food Science and Nutrition - The University of Iceland
    Unit for Nutrition Research - The National Hospital of Iceland

  • Bakgrunnur og markmið: Tíðni vannæringar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi (LSH) hefur mælst á bilinu 20 til 60 %, mismunandi milli sjúklingahópa. Árið 2012 voru gerðar breytingar á matseðli LSH með áherslu á meiri orkuþéttni. Markmið rannsóknarinnar voru fjögur: 1) að kanna orku- og próteinmagn máltíða frá eldhúsi LSH, 2) að meta orku- og próteinneyslu sjúklinga úr máltíðum frá eldhúsi LSH, 3) að meta daglega orku- og próteinneyslu sjúklinga að meðtöldum næringardrykkjum og mat að heiman, og 4) að kanna viðhorf sjúklinga til matarins.
    Rannsóknarsnið: Áhorfsrannsókn
    Aðferðir: Orku- og próteinneysla sjúklinga (n=92) sem lögðust inn á hjarta- og lungnaskurðdeild (12E) á LSH árið 2013 var borin saman við neyslu sjúklinga úr sambærilegri rannsókn frá árinu 2011 (n=69). Orku- og próteinneysla í aðalmáltíðum (sjúkrahúsmáltíðum) sem koma frá eldhúsi LSH (morgun-, hádegis- og kvöldverður) og millibita (síðdegis- og kvöldhressing), var metin með gildismetnu skráningarblaði á þriðja til fimmta degi eftir aðgerð. Annar matur og drykkur (meðal annars næringardrykkir) var einnig skráður. Viðhorf sjúklinga til matarins var kannað með einföldum spurningalista. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að skoða meðalmun og 95 % öryggisbil (95 % CI) milli rannsóknar 2013 borið saman við rannsókn 2011. Leiðrétt var fyrir hugsanlegum truflandi þáttum svo sem aldri, kyni og sjúkdómsgreiningu.
    Niðurstöður: Heildarorkuinnihald sjúkrahúsmáltíða var meira (1946 ± 65 vs. 1711± 199kkal, P<0.001) en próteininnihald heldur minna (81.5 ± 7.2 vs. 85.5 ± 9.9g, P=0.003) í rannsókninni 2013 borið saman við 2011. Sjúklingar neyttu meiri orku frá sjúkrahúsmáltlíðum 2013 (1293 ± 386 vs. 1096 ± 340kkal, P=0.001) heldur en í rannsókninni 2011, en ekki var marktækur munur á próteinneyslu milli rannsókna. Hinsvegar, leiddi aukin orkuneysla úr sjúkrahúsmáltiðum ekki til hærri heildarorkuneyslu vegna minni neyslu næringardrykkja og mat að heiman (170 ± 171 vs. 282 ± 207kkal, P<0.001) í rannsókn 2013 samanborið við rannsóknina frá 2011. Meðal orku- og próteinneysla var 25,6 og 34,4% undir neðri mörkum ráðlagðrar orku- og próteinneyslu. Flestum fannst maturinn mjög góður eða frekar góður (87 %) og töldu hann henta í veikindum sínum. Hinsvegar töldu 17,6 % af þeim þátttakendum sem höfðu sérstakar þarfir er tengjast mataræði þeir ekki fá mat á spítalanum sem hentaði þeirra þörfum. Tæplega 11 % þátttakenda fengu að velja á milli rétta á matseðli. Fjórðungur taldi sig hafa fengið of mikinn mat.
    Ályktun: Innleiðing nýrra matseðla með meiri orkuþéttni leiddi til aukinnar orkuneyslu sjúklinga úr sjúkrahúsmáltíðum og heldur minni sóunar matar. Niðurstöðurnar benda til þess að ólíklegt sé að óánægja með matinn geti skýrt að orku- og próteinneysla skurðsjúklinga sé lægri en áætluð þörf. Nauðsynlegt er að innleiða einstaklingsmiðaða þjónustu máltíða og millibita eftir atvikum, í samræmi við klínískar leiðbeiningar um næringu sjúklinga, til að fyrirbyggja vannæringu í sjúkrahúslegunni.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19083


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áróra Rós Ingadóttir MS ritgerð.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna