is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19091

Titill: 
  • Mat á líðan fólks sem sækir námskeiðið Heilsulausnir fyrir fólk í ofþyngd/offitu. Forrannsókn (pilot study)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Offita er vaxandi heilsu- og samfélagsvandamál í heiminum og áhættuþáttur fyrir líkamlega og andlega sjúkdóma. Heilsuborg í Reykjavík hefur síðan árið 2012 boðið upp á námskeiðið Heilsulausnir. Námskeiðið er 12 mánaða þverfaglegt inngrip, hugsað sem heildstæð lausn fyrir fólk í ofþyngd/offitu sem vill léttast og bæta lífshætti sína og fæðuvenjur. Alls tóku 46 manns þátt í rannsókninni, 53 konur og 10 karlar. Brottfall var töluvert þar sem 20 töldust virkir þátttakendur og luku námskeiði (þátttökuhópur) og 26 manns töldust til brottfallshóps. Í þátttökuhóp voru 3 karlar og 17 konur og meðalaldur þeirra 47,7 ár Markmið rannsóknarinnar var að meta breytingar á líðan og holdafari þátttakanda sem voru virkir á námskeiðinu Heilsulausnum, allan námskeiðstímann (12 mánuðir). Einnig voru hugsanlegar ástæður brottfalls kannað. Í rannsókn var lagt mat á breytingar í þyngd, líkamsþyngdarstuðli, fituprósentu hjá þátttakendum á námskeiðstíma. Einnig voru kannaðar breytingar á líðan þar sem þátttakendur svöruðu spurningalistum er meta einkenni þunglyndis, kvíða, streitu og lífsgæði. Meginniðurstöður voru þær að líðan þátttakanda var betri í lok námskeiðs heldur en í byrjun þess, þó ekki hafi verið munur á kvíða. Heilsutengd lífsgæði (HL) þátttakanda voru 11% meiri í lok námskeiðs og lífsgæði tengd offitu (OP) jukust um 33% á sama tímabili. Auk þess voru þunglyndis- og streitueinkenni minni í lok námskeiðs heldur en í byrjun þess. Hlutfallslegt þyngdartap þátttakenda var 4% á námskeiðstímabilinu og líkamsþyngdarstuðull lækkaði úr 39 kg/m² í 37 kg/m². Af þeim þátttakendum sem skoruðu yfir viðmiðunarmörkum á þunglyndiskvarða DASS (≥10 stig), voru 10 í brottfallshóp og 4 í þátttökuhóp en munur reyndist ekki marktækur. Námskeiðið Heilsulausnir getur talist árangursríkt til að bæta líkamlega og andlega líðan þátttakenda í ofþyngd/offitu.

Samþykkt: 
  • 20.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19091


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SKEMMAN LOKAVERKEFNI.pdf2.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna