is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19092

Titill: 
  • Hugsmíðaréttmæti íslenskrar þýðingar Vellíðunarkvarða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO-5)
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar fimm atriða Vellíðunarkvarða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO-5-I) voru kannaðir í þessari rannsókn. Mælitækinu er ætlað að gefa vísbendingu um möguleg einkenni þunglyndis og hefur nú þegar verið notað hér á landi í stórri spurningalistakönnun á heilsu og líðan Íslendinga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hvatt til notkunar kvarðans um heim allan, telur stofnunin að hann henti vel sem skimun fyrir einkennum þunglyndis á heilsugæslustöðvum. Mælitækið er aðeins fimm spurningar þar sem spurt er frekar útí almenna líðan frekar en beint um þunglyndiseinkenni. Fyrirlögn tekur því stuttan tíma, orðalag fullyrðinganna er ekki sjúkdómsmiðað og einfalt ætti að vera fyrir lækna heilsugæslustöðva að taka saman niðurstöður hvers sjúklings. Þeim mun lægra skor sem einstaklingur fær gefa ákveðna vísbendingu um að til staðar séu alvarleg einkenni þunglyndis. Hærra skor bendir þannig til svarandi upplifi vellíðan WHO-5 spurningalistinn hefur verið þýddur á fjöldamörg tungumál þar á meðal á íslensku. Við þróun sálfræðilegra mælitækja er stuðst við ákveðna aðferðafræði í þeim tilgangi að tryggja eins vel og á verður kosið gott réttmæti þeirra og háan áreiðanleika. Þróun WHO-5-I fór ekki fram á Íslandi en hann var þýddur hér, þykir því nauðsynlegt að kanna hversu gott réttmæti þýðingarinnar sé og hversu áreiðanleg hún sé. Flestar rannsóknir sem gerðar hafa verið á öðrum þýðingum kvarðans, benda flestar til þess að fullyrðingarnar fimm endurspegli vellíðan en þær tölfræðilegu aðferðir sem þær studdust við hafa ekki þótt gefa nógu góða mynd af próffræðilegum eiginleikum hans. Því var ákveðið að nota strangari tölfræðiaðferð heldur en hefur verið til að meta hugsmíðaréttmæti fullyrðinganna fimm. Niðurstöðurnar gáfu til kynna þokkalegt hugsmíðaréttmæti íslensku þýðingarinnar og var innri áreiðanleiki kvarðans hár, sem bendir til þess að atriðin fimm séu að meta sömu hugsmíðina.

Samþykkt: 
  • 20.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19092


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð í sálfræðideild_1 (1).pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna