is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19093

Titill: 
  • Ber neytandinn ábyrgð á svo nefndum „þrælabúðum“ fataframleiðenda með kröfu sinni um ódýran fatnað?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markaðsetning fatafyrirtækja í fjölmiðlum hefur átt stóran þátt í að auka neysluhyggju almennings í vestrænu samfélagi. Afleiðingarnar eru aukin eftirspurn eftir fatnaði á viðráðanlegu verði og þar með aukið þrælahald sem verkamenn þriðja heimsins þurfa að lúta. Auglýsingaherferðir, þar sem munaðarvörur eru kynntar, stuðla að vissu ósamræmi, því þær kveikja þrá hjá neytendum eftir munaðarvörum sem þeir hafa ekki efni á. Sumir falla í freistni en aðrir sækjast eftir vörum sem líkjast munaðarvörum. Af því leiðir að fatafyrirtæki í fjöldaframleiðslu reyna í auknum mæli að líkja eftir munaðarvarningi hátískuhönnuða. Með þetta í huga er eðlilegt að spyrja hver beri höfuðábyrgðina á slæmum kjörum verkamanna í þriðja heiminum? Slíkt neyslumynstur, sem stöðugt kyndir undir eftirspurn eftir nýjustu tísku á viðráðanlegu verði, tryggir ekki velferð allra í heiminum. Staðreyndin er sú að verkamenn, þar á meðal börn, í fataverksmiðjum sæta mannréttindabrotum og búa við slæm vinnuskilyrði, léleg laun og vinnuþrælkun. Slæmur aðbúnaður og illa búnar verksmiðjur getur valdið manntjóni, t.d. við bruna, eins og dæmin sýna. Konur í fataverksmiðjum verða oft fyrir kynferðislegri áreitni og jafnvel nauðgun, þar sem gerendur eru samstarfsmenn þeirra. Verkamenn í fataiðnaði eru orðnir þreyttir á að mannréttindi þeirra séu brotin. Þeir hafa efnt til mótmæla í von um betri laun og bættar vinnuaðstæður. Fjölmiðlafólk hefur villt sér heimildir til að komast inn fyrir veggi fataverksmiðjanna, til að staðfesta þrælahaldið og þær bágbornu vinnuaðstæður sem verkafólk í þriðja heiminum þarf að búa við. Í þessum tilgangi hafa fréttamenn falið upptökuvélar innanklæða eða í tösku, til að styðja málflutning sinn. Með þessu vilja fréttamenn vekja umtal í heiminum um hvað betur megi fara. Til eru fyrirtæki sem vilja tryggja vekafólki í þriðja heiminum betri laun, vinnuskilyrði og réttindi. Þau vekja upp samfélagslega vitund um aðstæður verkamannana og hvernig væri hægt að ráða á þeim bót. Með aukinni vitund almennings um aðstæður verkamanna geta neytendur lagt sitt af mörkum til að bæta kjör þeirra. En það geta þeir gert með því að sniðganga fatnað sem framleiddur er fyrir tilstuðlan vinnuþrælkunar. Til eru fyrirtæki, sem vilja hjálpa fátæku fólki að afla sér mannsæmandi launa með reisn. Slík fyrirtæki leyfa verkafólkinu að njóta ríkari hluta söluverðsins og stuðla þannig að auknu frelsi þeirra og lífsgæðum.

Samþykkt: 
  • 20.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ber neytandinn ábyrgð á svo nefndum „þrælabúðum_ fataframleiðenda með kröfu sinni um ódýran fatnað_.pdf864.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna