is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19112

Titill: 
  • Fjölmenning í leikskóla : viðtalsrannsókn við sex erlenda foreldra um reynslu þeirra af aðlögun í leikskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu erlendra foreldra af að aðlaga barn í leikskóla. Markmiðið var að komast að því hvað foreldrum finnst um aðlögunarferli leikskóla, hvað er þeim gagnlegt og hvað má betur fara. Tekin voru viðtöl við sex foreldra sem hafa reynslu af að aðlaga barn í leikskóla. Í fræðilega kaflanum eru lykilhugtökin innflytjandi, fjölmenning, menning og aðlögun tekin til umfjöllunar. Einnig er þar fjallað um móðurmál, tvítyngi og foreldrasamstarf. Í rannsókninni verður meðal annars fjallað um reynslu foreldra af aðlögunarferlinu, samskipti, móðurmál, tvítyngi, túlkun, menningu og fjölmenningarlega kennslu og viðhorf foreldra til skólastarfsins.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að foreldrar virðast sáttir við aðlögunarferlið. Þeir segja leikskólakennara almennt vera faglega og trausta og aðlögunarferlið vel skipulagt. Foreldrarnir segja beina fjölmenningarlega kennslu ekki vera sýnilega í leikskólunum en kennara vinna faglega að því að efla málþroska tvítyngdra barna og taka tillit til þarfa þeirra. Samskipti milli foreldra og kennara ganga vel að sögn foreldra en þess skal geta að foreldrar þessarar rannsóknar töluðu íslensku og ensku. Enskumælandi foreldrar höfðu orð á að leikskólakennararnir töluðu góða ensku.
    Það sem kom á óvart í rannsókninni er hversu fráhverfir foreldrarnir virtust vera túlkaþjónustu og hversu lítið þeir vita um fjölmenningarlega kennslu. Einnig kom á óvart að foreldrarnir telja kennarana ekki þurfa að kynna sér bakgrunn fjölskyldunnar nema það snerti heilsu og öryggi barnsins.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar svipar til þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi þegar kemur að fjölmenningarlegri kennslu og vitneskju kennara um hana.

  • The purpose of this research was to examine the experience of foreign parents adjusting their child to a pre-school in Akureyri. The main goal was to find out what these parents thought about the adapting program, what was useful to them and what could have gone better. Interviews were conducted with six parents who have experience of adapting a child in kindergarten. The academic section of this research discusses the concepts of immigrant, diversity, culture and adaption. Also there is a discussion about the native language, bilingualism and parental involvement. The research themes are four; the parents experience to the adapting process, the interaction; native language, bilingualism, interpretation, cultural and multicultural education and the parents attitude to the education.
    The main findings of this study showed that parents seem to be satisfied with the adaptation process. They say preschool teachers generally are professional and reliable and the adaptation process to be well organized. Parent’s say multicultural education is not visible in the preschool but they say teachers work professionally to promote language development of bilingual children and have respect to their needs. According to the parents the interaction between parents and teachers is going well, but it should be noted that the parents in this study spoke Icelandic and English. The English-speaking parents mentioned that preschool teachers spoke good English.
    What was a surprise in this research was how disenchanted the parents seem to be towards the interpretation service and how little they know about multicultural education. It was also a surprise that the parents don’t think teachers need to study the background of the family except if it had something to do with the health or safety of the child.
    The findings of this research in many ways reflect that of other research efforts concerning multicultural education and the teacher’s knowledge towards it.

Athugasemdir: 
  • Læst til 1.6.2040
Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19112


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MatthildurStefánsdóttir_Ritgerd_kdHA.pdf840.93 kBLokaður til...01.06.2040HeimildaskráPDF