is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19123

Titill: 
  • Yndislestur og áhugahvöt
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og áhugahvöt nemenda á mið- og unglingastigi gagnvart yndislestri, hvernig kennarar á mið- og unglingastigi stuðla að yndislestri nemenda og viðhorf kennara til yndislestrar. Rannsóknarspurningin var: Með hvaða hætti má auka áhuga nemenda á yndislestri? Rannsóknin fór fram skólaárið 2012–2013 og fylgir eigindlegum rannsóknarhefðum. Úrvinnsla gagna fór fram veturinn 2013−2014.
    Tekin voru viðtöl við átta kennara í fjórum grunnskólum á Norðurlandi, á mið- og unglingastigi. Einnig voru tekin fjögur rýnihópaviðtöl, tvö við nemendur á miðstigi og tvö við nemendur á unglingastigi. Sex nemendur voru í hverjum rýnihóp.
    Í rannsókninni var sjónum beint að yndislestri barna og ungmenna. Nálgun kennara var skoðuð og eins hvernig nemendur sjálfir upplifa yndislestur. Skoðað var hversu vel eru kennarar að sér í barna- og unglingabókum, hvernig þær eru nýttar til kennslu og hvernig kennarar leiðbeina nemendum sínum við bókaval. Þá voru aðstæður nemenda til lestrar skoðaðar og hvað börn og unglingar telja að geti haft lestrarhvetjandi áhrif. Þá er því velt upp hvernig hægt er að koma betur til móts við nemendur og auka áhuga þeirra á yndislestri. Einnig voru viðhorf bæði kennara og nemenda til skólabókasafna könnuð.
    Helstu niðurstöður eru þær að allir kennararnir í rannsókninni nýta barna- og unglingabækur að einhverju leyti til kennslu en þeir segjast ekki vel að sér um barna- og unglingabækur. Kennarar á miðstigi virðast lítt meðvitaðir um bókaval nemenda sinna og beina þeim heldur til skólasafnskennara. Talsverður munur er á kynjunum við val á bókum og virðast drengir frekar eiga í erfiðleikum með að velja sér lesefni en stúlkur. Þá virðist áhugahvöt stúlkna almennt meiri en drengja og þær óhræddari við að feta ótroðnar slóðir í vali á lesefni. Almennt eru bæði kennarar og nemendur jákvæðir í garð skólabókasafna.

Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19123


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Magnúsdóttir_HA_ritgerð Yndislestur og áhugahvöt.pdf850.72 kBOpinnPDFSkoða/Opna