is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19126

Titill: 
  • Heimanám grunnskólabarna : viðhorf foreldra til heimanáms og reynsla þeirra af heimanámi barna sinna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni og tilgangur rannsóknarinnar var að fá foreldra til þess að tjá sig um heimanám barna sinna. Skoðað var viðhorf foreldra á samstarfi heimila og skóla og hvort einu tengslin í samstarfinu séu heimanám. Aðferðin við rannsóknina er eigindleg og fólst í rýnihópaviðtölum en þau eru vel til þess fallin að vekja umræðu um heimanám og safna fjölbreyttum gögnum og skoðunum um reynslu og viðhorf foreldra á heimanámi barna þeirra.
    Valdir voru foreldrar 16 nemenda í fjórum skólum á mismunandi stöðum á landinu til þess að fá sem víðasta sýn einstaklinga. Sameiginleg upplifun foreldranna er heimanám barna þeirra og bað höfundur aðeins annað foreldri hvers barns að koma í viðtöl sem tekin voru upp í heimahúsum.
    Meginniðurstöður eru að allir foreldrar upplifi heimanám sem álag en vilji þó hafa eitthvert heimanám en þó aðeins upp að vissu marki. Foreldrarnir eru ekki vissir um tilgang heimanáms en telja að það auki samskipti á milli heimila og skóla. Einn viðmælendanna fjallaði um aðrar leiðir í samstarfi heimila og skóla sem hún hafði kynnst í öðru landi en þar var ekkert heimanám en þó meira samstarf á milli heimila og skóla.
    Viðmælendurnir voru flestir sammála því að heimanám truflaði tómstundir og frítíma barna að mörgu leyti og fannst foreldrum skóladagur barna vera orðinn of langur með heimanámi. Almennt töldu foreldrar að samstarf heimila og skóla væri í góðu lagi en samskiptaleysi einstakra kennara gerði það að verkum að nemendur drógust aftur úr í námi án þess að foreldrar gerðu sér grein fyrir því. Foreldrar finna fyrir auknu álagi sem fylgir heimanámi og geta fjölskylduaðstæður gert það að verkum að nemendur fái ekki þá aðstoð sem þeir þurfa og getur verið mismunun á milli einstaklinganna. Allir viðmælendurnir í rannsókninni voru sammála því að lestur væri undirstaða náms og því mjög mikilvægur í heimanámi barna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur að margir foreldrar í rannsókninni telja að heimanám sé uppistaða að samstarfi heimila og skóla en í raun eru fleiri leiðir í boði sem hægt væri að skoða og innleiða í nútíma skóla.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject and purpose of this research was to get parents of students in elementary schools to express themselves about their children’s homework. The parent’s angle on collaboration between schools and homes was viewed and if homework was the only connection linking those two together. The method used was qualitative and consisted of focus group interviews but those are ideal for provoking discussion about homework and gathering diverse information and opinions regarding the experiences parents have with their childrens’ homework. The parents of 16 students in four schools, in Iceland, were chosen for this research to get as extensive view as possible. The common experience of these parents was their childrens’ homework but author only asked one parent of each child for an interview which always took place in their residences. The main results were that all of said parents experience homework as added stress on both their child and themselves but still want homework up to a certain point. They’re not sure about the purpose of homework at some times but still think it creates needed communication between schools and homes. One of the interviewed persons talked about other ways than homework to make collaboration between homes and schools that she’d experienced while living abroad where there was no homework but still a great communication system. The interviewees all agreed that homework disturbed their childrens’ hobbies and activities and said that the schoolday was too long with homework included. It was generally considered among the group that school-to-home collaboration was okay at most times but some teachers lacked communication which resulted in worse grades among their children in the courses said techers teached. The group agreed that increased stress followed homework but some domestic circumstances just didn’t allow some children to get the much needed assistance from their parents. Everyone in the group agreed that reading is the foundation of all education and is therefore extremely important as homework. These results tell us that parents in general think homework is the foundation of school-to-home collaboration but this research also shows us that there might be other ways to communicate than by homework.

Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
dianaerlingsdottir_Ritgerd_kdHA.pdf851.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna