is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19127

Titill: 
  • Upplifun foreldra af lestraráhuga barna sinna
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna upplifun foreldra af lestraráhuga barna sinna og áhrif þeirra á hann. Hvatinn að henni voru umræður um niðurstöður PISA rannsóknarinnar, ný Aðalnámskrá þar sem læsi er einn af grunnþáttunum sex og áhugi rannsakanda beinist að þætti foreldra í lestrarnámi barnanna. Beitt var megindlegri rannsóknaraðferð þar sem spurningalistar á Netinu voru lagðir fyrir foreldra barna í 6. bekk. Rannsóknin fór fram í mars 2014. Valdir voru sex skólar á Eyjafjarðarsvæðinu með hentugleikaúrtaki. Rannsóknin var tilkynnt Persónuvernd. Skólastjórar voru fengnir sem milliliðir til að tryggja að rannsakandi fengi engar persónuupplýsingar í hendur. Notaður var hugbúnaðurinn SurveyMonkey sem er aðgengilegur á Netinu og töluleg úrvinnsla fór fram í SPSS (Statistical Package for Social Sciences). Niðurstöður voru svo settar fram sjónrænt til að auðvelda greiningu. Þrátt fyrir hvatningarbréf frá rannsakanda fékkst ekki nema 27% svörun og er því alhæfingargildi gagnanna ekki til staðar. Niðurstöður gefa þó vísbendingar um að foreldrar barna í 6. bekk á Eyjafjarðarsvæðinu upplifi börn sín áhugasöm um lestur og að þau lesi sér til ánægju. Fram kom að samræmi er á milli þess að foreldrar lesi sér til ánægju og börnin sýni lestri áhuga þannig að leiða má að því líkur að lestraruppeldi hafi nokkur áhrif á lestraráhuga barna. Niðurstöður samræmast að nokkru leyti fyrri rannsóknum.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to explore the experiences of parents of their children's literacy and their interest in reading. The reason why this topic was choosen were discussions about the PISA study, a new curriculum in which literacy is one of six basic components in National Curriculum and the investigator‘s interest in the role of parents in their children's education. The research was quantitative, where questionnaires online were administered to parents of 6th grade children. The study was conducted in March 2014. Six schools were selected in the Eyjafjörður district with convenience sampling. The study was reported to Persónuvernd (The Personal Data Protection Authority). To ensure, that the investigator did not obtain any personal data, the principals of the six schools were engaged as intermediaries. The software SurveyMonkey, that is available online, was used to collect data, and numerical processing was performed in SPSS (Statistical Package for Social Sciences). The results were also presented visually to facilitate processing. Despite an encouragement letter from the investigator, only 27% of the parents responded, and therefore generalizing the data value is not possible. Results indicate, however, that parents of children in 6th grade in the Eyjafjörður area feel, that their children are enthusiastic about reading and they read for pleasure. It was noted, that there is connection between the parents' reading for pleasure and their children showing interest in reading. Therefore, one can suppose, that getting used to reading during childhood has some effect on children's interest in reading, when they get older. Results correspond to some extent to previous studies.

Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19127


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hólmar Hákon - Upplifun foreldra af lestraráhuga barna sinna_lokaskil.pdf402.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna