is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19142

Titill: 
  • Mjaðmabrot hjá 67 ára og eldri sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala 2008-2012
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mjaðmabrot er alvarlegur áverki. Yfir 90% af brotum verða hjá fólki eldra en 50 ára og þau eru tvisvar til þrisvar sinnum algengari hjá konum en körlum. Sjúklingahópurinn þarf skjóta og góða þjónustu til að minnka fylgikvilla og stilla verki, þá er skurðaðgerð árangursríkust. Landspítali sinnir stærsta hópi sjúklinga sem mjaðmabrotna á Íslandi en faraldsfræðilega samantekt á þessum sjúklingum á Íslandi hefur skort.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu á faraldsfræði mjaðmabrota meðal aldraðra með það markmiði að bæta þjónustu og greina þætti sem eflt gætu forvarnir.
    Gagna var aflað afturvirkt úr Vöruhúsi gagna á Landspítala um alla eldri en 67 ára sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala á árunum 2008 til 2012 vegna brots á lærleggshálsi, lærhnútubrots og brots fyrir neðan lærhnútu. Gögn voru greind með lýsandi tölfræði og aðhvarfsgreiningu um forspárþætti fyrir tegund brots, komutíma, biðtíma á bráðamóttöku og biðtíma eftir aðgerð. Á tímabilinu komu 1.053 einstaklingar á bráðamóttöku vegna mjaðmabrots. Einn var útilokaður vegna skorts á bakgrunnsupplýsingum. Karlar voru 295 (28%) og konur 757 (72%), elsti einstaklingurinn var 107 ára. Brot voru algengari meðal ekkjufólks en annarra hjúskaparforma (p<0,05), Skipting koma milli ára var nokkuð jöfn, 193 til 222 á ári, marktækt færri komur yfir sumarmánuði en aðra ársfjórðunga (p<0,05). Dánartíðni var 11% hjá konum innan 3ja mánaða og 22% hjá körlum (p<0,05). Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð var 19,6 klukkustundir,karlar biðu marktækt lengur en konur (p<0,05) og þeir sem bjuggu í dreifbýli biðu lengur en fólk úr þéttbýli (p<0,05).
    Faraldsfræði þeirra sem mjaðmabrota á Íslandi virðist svipuð því sem gerist í heiminum. Afdrif sjúklinga sem mjaðmabrotna geta verið alvarleg. Þarft gæti verið að efla fræðslu hjá sjúklingum og aðstandendum um horfur og afdrif eftir mjaðmabrot þegar á bráðamóttöku. Hátt hlutfall brota meðal aldraðra hér á landi gefur tilefni til að efla forvarnir meðal áhættuhópa.

Styrktaraðili: 
  • Félag Íslenskra hjúkrunarfræðinga
Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mjaðmabrot 67 ára og eldri.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna