is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19144

Titill: 
  • Vertu einsog heima hjá þér : hugleiðing um mennsku og menntun : saga úr sveit
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni fjalla ég um þætti í tilverunni sem móta gildismat okkar. Gildismat hefur áhrif á hvernig við horfum á heiminn og hjálpar okkur að meta hvað er rétt og rangt. Reynslan sem við öðlumst af samræðu, upplifunum, listaverkum, dvöl okkar í nærumhverfinu eða upplifun af eftirminnilegum stöðum hefur mikil áhrif á hvernig gildismat okkar mótast. Ég fjalla líka um hvernig ferli samræðu, listsköpunar og hversdagslegra uppgötvana hefur jafnframt áhrif á lífsýn okkar og gildismat. Það að efla slíka vitund má líta á sem hluta af menntun. Ég fjalla um samspil ofangreindra þátta við hugmyndafræði Menntunar til Sjálfbærni og Menntunar í Nærumhverfinu (Place-based education) og það hvernig grunnþættir í þeirri hugmyndafræði miða að því að efla virðingu og umhyggju fyrir umhverfi og samfélagi til framtíðar. Einnig legg ég til grundvallar kenningar ýmissa fræðimanna einsog Johns Dewey, Guðmundar Finnbogason, Hönnu Arendt og Davids Orr. Ég tengi svo þessa þætti reynslunnar við gjörninginn Vertu einsog heima hjá þér sem ég sýndi árið 2012. Verkið byggir á reynslu og minningum nokkurra kvenna úr eldhúsinu en sá staður hefur sterka tengingu við umhyggju, næringu, samkennd og samræðu. Ég velti fyrir mér hvernig staðir sem hafa öðlast sess í hjarta okkar verða hluti af reynslu og hafa þannig áhrif á gildismat okkar og þar með menntun. Í því samhengi fjalla ég einnig um listamenn sem með verkum sínum geta skipt máli í samfélagi með áhrifaríku inntaki eða þátttöku annarra. Joseph Beuys er einn þeirra sem ruddi brautina og eru samfélagsskúlptúrar hans dæmi um slíka viðleitni en hann leit fyrst og fremst á list sína sem menntandi. Listamenn hafa því með verkum sínum getað virkjað hinn almenna borgara til vitundar um mátt sinn til þess að vera gerandi í eigin lífi og hafa með því áhrif á eigið líf, samfélag og umhverfi. Þetta verkefni er mikilvægt í umræðunni um hvers virði menntun er og það hvernig menningarbakgrunnur okkar og listsköpun hefur áhrif á mótun viðhorfa okkar til lífsins. Með verkefninu bind ég vonir við að gjörningurinn Vertu einsog heima hjá þér gefi einhverja mynd af slíkum áhrifum og því hvernig þáttur mennskunnar sem drífandi afl hvetji okkur til dáða í sjálfbærum heimi.

  • Útdráttur er á ensku

    In this project I focus on different aspects of life that shape our value systems. Our values influence how we see the world and help us to judge what is right and wrong. The experience we achieve through discussion, experiences, art works and our local places has a huge influence on how our values are conditioned. I also mention how the process of discussion, how we relate to works of art and everyday discoveries has an influence on how we see things in life and our values. To reinforce such an awareness is for me part of education. I discuss the interaction between the aspects mentioned above and the ideology of sustainability in education and Place-based education and how it reinforces concern for the environment and society for the future. I also discuss theories of different scholars like John Dewey, Guðmundur Finnbogason and David Orr.
    My performance Please feel at home, released in 2012, has a strong connection to the elements mentioned. The artwork is based on narratives of nine women derived from their experiences and memories from the kitchen, which, as a place, has a strong correlation to caring, nourishment, sympathy and discussions. There I relate to how places were we feel at home in become a part of an experience that influences our values and therefore educate us. I also discuss how works of art can influence the society with impressive meaning or participation of others, taking the social sculptures of Joseph Beuys as an example, who saw his work as educational. Artists have attempted through their works, to encourage their fellow citizens to use their power to be more active in the society and therefore influence their own life, society and environment. I hope with my performance Please feel at home, it will bring to light such influence and show us how the humane can encourage us in a sustainable world.

Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19144


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vertu einsog heima hjá flér.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna