is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19159

Titill: 
  • Samanburður á innleiðingu breytinga í markmiðasetningu hjá þremur deildum í fjármálafyrirtæki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjármálafyrirtæki geta nýtt sér markmiðasetningu til að ná auknum árangri í sinni starfsemi. Markmið hjálpa til við að skapa jákvætt andrúmsloft, bæta frammistöðu og auka starfsánægju og liðsheild. Ef hinsvegar markmiðasetningin á að vera árangursrík þá þurfa markmiðin að vera sérgreind og mælanleg. Markmiðasetningin þarf auk þess að taka mið af stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins.
    Fram að árinu 2011 hafði markmiðasetning hjá umræddu fjármálafyrirtæki verið ákveðin miðlægt fyrir hverja deild fyrir sig. Þrjár deildir innan fjármálafyrirtækisins hafa breytt þessari nálgun og fært markmiðasetninguna að hluta til starfsmanna. Auk þess er búið að setja markmiðin upp á sýnilegan hátt svo starfsmenn geti fylgst með árangrinum. Hver deild er að innleiða breytta markmiðasetningu á sinn eigin hátt.
    Stjórnendur þeirra deilda sem eiga eftir að taka upp breytta markmiðasetningu geta aukið líkurnar á árangursríkri innleiðingu með því að styðjast við átta þrepa ferli John P. Kotter.
    Lagt er til að horft verði til árangurs þessara deilda og lærdómur dregin af þeirri vinnu sem hefur átt sér stað. Deildarstjórarnir sem hafa tekið upp breytta markmiðasetningu eru ánægðir með breytinguna og telja þetta skila bættum árangri. Mikilvægt er að gera grein fyrir verklagi við innleiðingu markmiðasetningar í deildunum og nota niðurstöður til að einfalda sambærilegar breytingar í öðrum deildum og á öðrum sviðum fyrirtækisins. Þannig væri hægt að stuðla að árangursríkri innleiðingu og bættum árangri þeirra deilda sem eiga eftir að fara í gegnum þetta eða svipað ferli breytinga.

  • Útdráttur er á ensku

    Financial institutions can take advantage of goal seeking to achieve greater success in their activities. Goals help to create a positive atmosphere, improve performance and increase job satisfaction and team spirit. If however objectives are to be successful the goals must be specified and measurable. In addition the objectives need to take into account the direction and vision of the company.
    Until 2011 goal setting for the mentioned financial institution was determined centrally for each department separately. Three departments within the financial institution have changed this approach and involved employees more in setting the goals. Additionally goals have been set up in a more visible manner so employees can monitor progress. Each department is implementing the change in their own way.
    Managers of departments that have yet to adopt this new approach of goal seeking can increase the chance of successful implementation by looking to the eight-step process by John P. Kotter.
    It is proposed that the performance of these departments that have undergone these changes will be recognized and lessons drawn from the work that has taken place. Department directors are satisfied with the modified objectives and consider this to deliver improved performance. It is important to clarify the procedures for implementation of departmental goals and targets and use the results to simplify the corresponding changes in other departments and other areas of the business. This would contribute to the successful implementation and performance enhancement of the departments that have yet to go through this, or a similar process of change.

Athugasemdir: 
  • Læst til 4.4.2018
Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19159


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samanburður á innleiðingu breytinga GSJ.pdf604.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna