is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19174

Titill: 
  • Starfsánægja hjá þeim fyrirtækjum sem komu best og lakast út úr könnun VR um „Fyrirtæki ársins 2013“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árlega gerir stéttarfélagið VR skoðanakönnun, þar sem viðhorf starfsmanna til vinnustaða sinna eru mæld. Könnunin fær mikla athygli í íslensku atvinnulífi og því er athyglisvert að greina hvað liggur að baki niðurstöðu könnunarinnar.
    Í þessari ritgerð er markmiðið að greina hvernig ,,Fyrirmyndarfyrirtæki VR“ stuðla að starfsánægju meðal starfsmanna sinna og greina hver munurinn er á þeim fyrirtækjum sem komu best út úr könnun VR um ,,Fyrirtæki ársins 2013“ og þeim sem komu lakast út úr könnuninni. Rannsakandi leitast einnig við að svara undirspurningum eins og hvaða áhrif skipulagsbreytingar og starfsöryggi hafa á starfsánægju ásamt því að greina hvort ,,efnahagshrunið“ árið 2008 hafi áhrif á niðurstöðu könnunar VR árið 2013, þó rúmlega 5 ár séu liðin frá þeim tímamótum í íslensku efnahagslífi.
    Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að þau fyrirtæki sem koma best út úr könnun VR um ,,Fyrirtæki ársins“ hafi náð fjárhagslegu jafnvægi eftir það öldurót sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins. Þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að hafa sterka liðsheild, geta stutt vel við sitt starfsfólk, geta stutt við starfsþróun, geta veitt góða aðstöðu og skapað góðan starfsanda á sínum vinnustöðum. Eins eiga þessi fyrirtæki það sameiginlegt að fylgja eftir skýrri skriflegri stefnu í mannauðsmálum, þar sem lögð er áhersla á virka upplýsingagjöf, viðeigandi hvatningu, starfsþróun og þjálfun. Þau fyrirtæki sem fengu lökustu niðurstöðuna úr könnuninni eiga það sameiginlegt að hafa verið að ganga í gegnum miklar skipulagsbreytingar, uppsagnir, erfiða fjárhagsstöðu og ekki náð að skapa þann stöðugleika sem einkennir þau fyrirtæki sem eru í efstu sætum könnunarinnar.

Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19174


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Harpa Magnúsdóttir.pdf914.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna