is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19175

Titill: 
  • Fenrir : staða markaðsmála
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að fjalla um Fenri ehf. og skoða hver staða fyrirtækisins er í dag í markaðs- og kynningarmálum.
    Lagt var upp með eftirfarandi rannsóknarspurningar:
    - Hvernig er markaðsmálum háttað hjá Fenri í dag?
    - Er brottfall úr grunnnámskeiðunum hjá Fenri og ef svo er hvers vegna? Stafar brottfall af rangri markaðssetningu?
    - Eru núverandi viðskiptavinir Fenris almennt ánægðir, er eitthvað sem hægt er að bæta?
    Verkefnið er tvískipt, í upphafi er fræðileg umfjöllun og í síðari hluta verkefnisins er fjallað um fyrirtækið Fenrir í tengslum við fræðin.
    Fyrst er fjallað fræðilega um markaðssetningu og svo um markaðssetningu íþrótta. Þar á eftir kemur fræðileg umfjöllun um PEEST greiningu, SVÓT greiningu, miðaða markaðssetningu og markmið. Sagt er frá aðferðarfræðinni og spurningakönnuninni sem lögð var fyrir núverandi og fyrrverandi viðskiptavini Fenris, en 145 svör bárust. Í lok verkefnisins er fjallað um niðurstöður úr spurningakönnuninni og farið yfir almennar niðurstöður tengdar rannsóknarspurningunum.
    Niðurstöður spurningakönnunarinnar eru ánægjulegar fyrir aðstandendur Fenris en í ljós kom að núverandi viðskiptavinir sýna fyrirtækinu mikla tryggð þó að einnig séu þættir sem þeim finnst að hægt sé að bæta. Svör fyrrverandi viðskiptavina Fenris eru einnig áhugaverð og varpa ljósi á brottfall úr Fenri.
    Lykilorð: Markaðsfræði, kynningarmál, íþróttastöð, brottfall, Fenrir

Athugasemdir: 
  • Læst til 16.5.2134
Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Hildur Brynjarsdóttir ha100402.pdf2.16 MBLokaður til...16.05.2134HeildartextiPDF

Athugsemd: Verkefnið skal vera alveg lokað.