is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19179

Titill: 
  • Sameining sveitarfélaga á Snæfellsnesi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta snýst um að kanna hvort fýsilegt sé fyrir sveitarfélögin Eyja- og Miklaholtshrepp, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ, Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ að sameinast. Skoðað er hvaða rekstrarleg áhrif það hefði á sameiginlegan kostnað með því að sameina sveitarfélögin. Einnig er skoðað hvort fækkun fulltrúa í bæjarstjórn geti haft neikvæð áhrif á möguleika íbúa að ná til fulltrúa sinna og til að hafa áhrif á framgang mála. Einnig er skoðað hvort sameining geti skert þá þjónustu sem bæjarskrifstofur veita.
    Í rannsókninni er bæði eigindlegum og megindlegum aðferðum beitt.
    Byrjað er á því að fara yfir hlutverk og verkefni íslenskra sveitarfélaga, tekjustofna þeirra og minnst á helstu verkefni sem flutt hafa verið frá ríki til sveitarfélaga frá árinu 1996. Fjallað er um sögu sameininga sveitarfélaga á Íslandi og skoðaðar rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum sameininga. Einnig er lítillega fjallað um hvernig þessum málum hefur verið háttað á hinum norðurlöndunum. Fjallað er um hvert sveitarfélag fyrir sig og sagt frá helstu staðreyndum. Sérstaklega er fjallað um þá samvinnu sem á sér þegar stað milli sveitarfélaganna. Í sérstökum kafla er fjallað um sameiginlegan kostnað og hvað felst í honum. Síðan er farið yfir þann kostnað hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig. Ennfremur er farið yfir helstu lykiltölur í rekstri og efnahag sveitarfélaganna. Að lokum er gerður samanburður á nýju sameinuðu sveitarfélagi við óbreytt ástand miðað við þau gömlu, sett er fram tillaga að yfirstjórn nýs sveitarfélags og skoðað hvort slík sameining skili hagræðingu í málaflokknum „sameiginlegur kostnaður“.
    Niðurstöður benda til að með sameiningu sé hægt að hagræða verulega í málaflokknum „sameiginlegur kostnaður“. Fulltrúum í bæjarstjórn fækkar mikið og í stað 3 bæjarstjóra og 2 oddvita verður einn bæjarstjóri. Sveitarfélögin Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær og Snæfellsbær reka nú bæjarskrifstofu með samanlagt 14,9 stöðugildum. Með því að sameina þær í eina bæjarskrifstofu þá mætti hagræða og lækka kostnað töluvert.
    Höfundur telur að ef vel tekst til með skipulagningu yfirstjórnar þá ætti þjónusta, á öllum sviðum, að geta orðið betri og meiri við íbúa. Íbúar Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps hafa ekki haft bæjarskrifstofu og því er það ávinningur fyrir þá að sameinast. Fjárhagslegur styrkur sveitarfélaganna er misjafn og því misjafnt hver ávinningur verður fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig.
    Lykilorð: Sameining sveitarfélaga, sameiginlegur kostnaður, fjármál, yfirstjórn, þjónusta.

Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sameining sveitarfélaga á Snæfellsnesi - Kristín Pétursdóttir.pdf1.59 MBOpinnPDFSkoða/Opna