is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19180

Titill: 
  • Millilandaflug íslenskra flugfélaga : samanburður á stefnum Icelandair og WOW air
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Loftflutningar gegna lykilhlutverki í ferðamennsku og alþjóðaviðskiptum. Flugsamgöngur eru mikilvægari á Íslandi heldur en í öðrum löndum samkvæmt niðurstöðum úr nýlegri rannsókn sem gerð var af rannsóknarfyrirtækinu Oxford Economics. Árið 2013 var ferðaþjónusta stærsta útflutningsgrein landsins og var það í fyrsta skipti sem greinin skipaði það sæti. Farþegum í millilandaflugi fer fjölgandi ár hvert og einnig fjölgar flugfélögum sem fljúga til landsins ört. Því er mikilvægara en nokkru sinni áður fyrir íslensku flugfélögin, sem stunda millilandaflug, að útfæra stefnu sína rétt. Fyrir Icelandair er það mikilvægt til þess að halda samkeppnishæfi sínu og halda markaðshlutdeild sinni. Fyrir WOW air er það mikilvægt til þess að byggja upp markaðshlutdeild sína.
    Markmið þessa lokaverkefnis er að bera saman íslensku flugfélögin tvö sem stunda millilandaflug, Icelandair og WOW air og stefnur þeirra. Verkefnið snýst um að skilgreina helstu einkenni hefðbundinna flugfélaga og lággjaldaflugfélaga með því að bera saman leiðir þeirra við markaðsfærslu, samkeppnisstefnur þeirra, neytendahegðun flugfarþega og ímyndarsmíð. Í því samhengi verða Icelandair og WOW air borin saman. Notast var við bæði eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir við vinnslu verkefnisins. Sett var fram spurningakönnun sem viðskiptavinir sem bæði höfðu flogið með Icelandair og WOW air svöruðu. Í spurningakönnuninni voru þátttakendur spurðir að því hvort þeir veldu annað flugfélagið fram yfir hitt, hver ímynd þeirra á flugfélögunum væri og hvern þeir töldu vera meginmun á Icelandair og WOW air. Að auki var ferðamynstur þátttakenda árið 2013 kannað. Einnig voru send út rafræn viðtöl til flugfélaganna tveggja sem Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair og Engilbert Hafsteinsson markaðsstjóri WOW air svöruðu. Svör þátttakenda í spurningakönnuninni og starfsmanna flugfélaganna í rafrænu viðtölunum voru svo borin saman og athugað var hvort samræmi væri á milli svaranna.

  • Útdráttur er á ensku

    Air transport is more important for Iceland than other countries according to results from a recent study. In 2013, for the first time in Iceland, tourism was the nations biggest export industry. The number of passengers travelling to Iceland increases every year as well as the numbers of airlines that fly to Iceland. Therefore it is more important than ever for Icelandic airlines that practice international air transport to implement their strategy properly.
    The primary objects of this research are to compare Icelandair and WOW air and their strategies. For this comparison there will be used academic resources about legacy airlines and low cost airlines, e-mail interviews answered by the CEO of Icelandair and the marketing manager of WOW air, results from questionnaire answered by the airlines consumers and finally resources from the Internet. The main conclusion of this project was that preponderant majority of participants chooses Icelandair over WOW air. The brand image that Icelandair is looking for to have in the eyes of the public reflected perfectly in the views of the questionnaire participants. WOW air also did quite good, however one aspect that they build their brand image on did not reflect in the participants answers.

Athugasemdir: 
  • Læst til 15.5.2091
Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19180


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Millilandaflug íslenskra flugfélaga_María Petra Björnsdóttir.pdf1.37 MBLokaður til...15.05.2091PDF