is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19189

Titill: 
  • Innganga nýliða í nautgriparækt : umfjöllun og arðsemismat
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi skýrsla fer yfir helstu mögulegu aðgangshindranir sem nýliðar í nautgriparækt gætu lent á. Rennt er yfir grunn hagfræðinnar og helstu markaðsöfl sem við koma rekstri mjólkurbýlis á Íslandi. Fjallað er um nokkrar fyrri rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar bæði á Íslandi og erlendis og farið yfir helstu niðurstöður þeirra. Einnig er farið yfir hvaða helstu leiðir eru fyrir nýliða til að komast inn á markað.
    Í seinni helming skýrslunnar verður farið yfir raundæmi þar sem rekstur kúabús á suðurlandi er skoðaður og athugað hvort arðbært sé að kaupa reksturinn. Farið er yfir rekstraráætlun og arðsemi fjárfestingarinnar metið.
    Við útreikninga raundæmisins er notast við NPV , IRR og næmnigreiningu. Við núvirðinguna voru notaðar þrenns konar forsendur; fjárfesting með aðkeyptu vinnuafli, fjárfesting þar sem eigendur vinna sjálfir og að lokum var tekið tillit til þeirra forsenda sem hugsanlegir fjárfestar töldu réttasta. Við útreikning innri vaxta var einungis tekið tillit seinni tveggja forsendanna þar sem eigendur vinna sjálfir á búinu. Þegar áætlað greiðslustreymi búsins var núvirt kom í ljós að ásett verð jarðarinnar er töluvert hærra en núvirði rekstrarins, sama hvorar forsendur er miðað við og telst því niðurstaða rannsóknarinnar vera neikvæð.
    Lykilorð; landbúnaður, nautgriparækt, arðsemi, aðgangshindranir, mjólkurbú

Athugasemdir: 
  • Læst til 23.1.2016
Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19189


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nýliðun - Umfjöllun og Arðsemi - Lokaskjal -.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna