is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19190

Titill: 
  • Þróun á útflutningsverðmæti á íslenskum bolfisk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er skoða hver þróunin hefur verið á útflutningsverðmætum á bolfisk og hvaða þættir hafa haft áhrif á þróunina. Rannsóknartímabilið nær yfir 25 ára tímabil eða frá árinu 1988 – 2012. Einnig verður reynt að leggja mat á hvort verðmætaaukning hafi átt sér stað innan sjávarútvegsins. Þær tegundir bolfisks sem verkefni þetta nær til eru þorskur, ýsa, ufsi og karfi.
    Útflutningsumhverfi Íslands var skoðað í heild sinni sem og áhrifaþættir á útflutning og útflutningsumhverfi. Útflutningsumhverfi sjávarútvegsins var rannsakað sérstaklega vel, þróun þess gerð góð skil en einnig verður fjallað um þróun á útflutningi sjávarafurða Þá hafa miklar breytingar orðið á skipulagsgerð sjávarútvegsins á undanförnum 25 árum. Útflutningsleyfi sölusamtaka féllu úr gildi og fyrirtækin sjálf hófu að markaðssetja eigin vörur. Í skipulagsgerð sjávarútvegsins hefur virðiskeðjan breyst einn helst en helstu áhrifaþættir á virðiskeðjuna eru stofnun fiskmarkaða, fiskveiðistjórnunarkerfi, alþjóðasamningar og tækniframfarir í atvinnugreininni. Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hefur orðið talsverð samþætting innan greinarinnar.
    Þrátt fyrir minnkandi aflaheimildir hefur verðmæti landaðra bolfisks tegunda aukist. Það má helst rekja til aukinnar nýtingar aflans en framleiðsla aukaafurða hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og þá sérstaklega í aukaafurðum þorsks. Af því má draga þá ályktun að verðmætaaukning hafi átt sér stað á bolfisks tegundum sem hefur skilað sér í auknu útflutningsverðmæti afurðanna.
    Niðurstöður rannsóknar sýndu fram á aukið útflutningsverðmæti bolfisks en vegna gjaldeyrishafta og skuldsetningar sjávarútvegsins hefur aukið verðmæti ekki skilað sér til þjóðarinnar.
    Lykilorð: Sjávarútvegur, útflutningur, verðmætasköpun, útflutningsverðmæti, bolfiskur 

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the project is to examine the development in export value of demersal fish and what factors have influenced the development. The research covers 25 year period or the years 1988 – 2012. The aim is also to assess whether value increase has taken place within the industry. The types of demersal fish, this project extent to include cod, haddock, saithe and redfish. The export environment was examined as a whole along with influences on exports and export environment. The export environment of the fishing industry was examined closely as its development. There has been a major change in the fishing industry in recent 25 years, the value chain has been one of the major changing factor. The factor which has influenced these changes in the value chain is fish markets, the quota system, international convention and technological advances within the industry. There has been a substantial integration in the fishing industry as afterwards of the economic collapse in 2008. Despite the decline in catch quantity the value of landed dermersal species has increased. The increase can be traced to increased utilization of the catch, but production of by-products has increased tremendously in recent years, particularly in cod by-products. Of that it can be concluded that the increase in demersal value has resulted in increased export value. The findings of the research show increased export value of dermersal fish but because of the currency restrictions and indebtedness in the fishing industry the value has not been submitted to the nation.
    Keywords: Fishing Industry, exports, value creation, export values, demersal fish

Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.s. ritgerð_lokautgafa_konradthor_v2.pdf1.39 MBOpinnPDFSkoða/Opna