is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19196

Titill: 
  • Er þörf á heildarlöggjöf um frjáls félagasamtök á Íslandi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á Íslandi eru starfandi mörg frjáls félagasamtök, samtök hins svokallaða þriðja geira, sem vinna að ófjárhagslegum markmiðum í störfum sínum.
    Gífurleg þróun hefur verið á stuttum tíma á félagasamtökum á Íslandi en þau hafa alltaf verið samfélagslega mikilvæg. Þar ber helst að nefna félags- og heilbrigðisþjónustu en fyrstu frjálsu félagasamtökin grundvölluðust um slíkt starf. Félögin hafa því frá upphafi gegnt mjög mikilvægu hlutverki í samfélaginu og voru og eru einn af hornsteinum þess.
    Í dag starfa mörg frjáls félagasamtök á Íslandi á sviði þróunar- og mannúðarmála auk þess sem íþróttahreyfingin byggist að stóru leyti upp á frjálsum félagasamtökum, þau eru því mjög áberandi í daglegu lífi fjölda fólks. Þó að mikil breyting hafi orðið í rekstri frjálsra félagasamtaka hefur réttarþróun verið lítil sem engin þegar kemur að þessum málaflokki. Félög sem áður voru rekin af litlum hópum, þar sem fáar hendur komu að starfinu eru nú oft rekin sem stór fyrirtæki, þar eru margir á launaskrá og mikið fjármagn rennur í gegnum félögin en það sem meira er, þessum félögum er að mestu leyti stjórnað af fólki sem vinnur vinnu sína fyrir félag í sjálfboða- og aukavinnu. Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur löggjafinn ekki séð ríka ástæðu til að setja lög um félagaformið líkt og gert hefur verið um önnur félagaform, svo sem hlutafélög, einkahlutafélög og sjálfseignarstofnarnir í atvinnurekstri.
    Hér á eftir verður fjallað um starfsemi frjálsra félagasamtaka á Íslandi í dag, núverandi réttarástandi félaganna verður lýst og helstu vandamálum í rekstri félaga er lítur að stjórnun þeirra og ábyrgð stjórnarmanna verður sérstaklega tekin fyrir. Þar ber helst að nefna vöntun á reglum um skaðabótaábyrgð stjórnarmanna, hæfi þeirra og ályktunarhæfi stjórnar en þetta verður sett í samhengi við þær upphæðir sem greiddar eru af hinu opinbera til frjálsra félagasamtaka í styrkjaformi ár hvert. Í þessu ljósi verðu svo tekin afstaða til þess hvort þörf sé á sérstakri heildar löggjöf um frjáls félagasamtök á Íslandi og þá hvort slík löggjöf yrði til að skerða félagafrelsið sem kveðið er á um í 74. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.

Athugasemdir: 
  • Læst til 17.9.2134
Samþykkt: 
  • 25.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLSkemma.pdf1.21 MBLokaður til...17.09.2134PDF