is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19207

Titill: 
  • Lögmæti reglna um reiknað endurgjald
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er fyrst og fremst að fjalla um reglur um reiknað endurgjald og skoða þær út frá lögmætisreglu skattaréttar. Eins verður leitast við að svara spurningum varðandi óljós atriði, bæði í reglunum sjálfum og í lögum, með því að skoða framkvæmd ríkisskattstjóra, úrskurði yfirskattanefndar og niðurstöður dómstóla.
    Efnistök ritgerðarinnar eru með þeim hætti að byrjað verður á að fjalla um stjórnsýslu umhverfi skattaréttar og skattyfirvöld. Því næst verður farið ítarlega í gegnum þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem við eiga, með áherslu á lögmætisregluna og framsal skattlagningarvalds. Þá verður sjónum beint að þeim lögskýringarsjónarmiðum sem ráða vegi í skattarétti og skattahugtakinu gerð góð skil. Samhengisins vegna verður stiklað á stóru um hlunnindamat og tengsl þess við reiknað endurgjald. Að endingu verður spjótum beint að reglum um reiknað endurgjald og leitast við að svara því sem ósvarað er í reglunum og stöðu þeirra gagnvart lögmætisreglu skattaréttar.
    Skoðun höfundar leiddi í ljós að flókið getur verið fyrir þá aðila, sem stöðu sinnar vegna þurfa að reikna sér endurgjald, hvernig rétt skal standa að. Sú réttarþróun sem hefur átt sér stað á gildandi lagaákvæðum um reiknað endurgjald hefur haft það að markmiði að skýra stöðu þessara aðila enn betur, en þær ályktanir eru dregnar að nokkuð má enn betur fara. Þá telur höfundur að reglurnar séu til þess fallnar að gera nýstofnuðum fyrirtækjum erfitt fyrir með íþyngjandi kröfum um reiknað endurgjald strax á öðru ári í rekstri. Slíkt vegur að lögmætisreglu skattaréttar og styður síður en svo að uppbyggingu fyrirtækja. Ekki verður annað séð en að slíkt dragi verulega úr krafti íslenskra fyrirtækja og sé hagsmunum þjóðarinnar betur borgið með þægilegra og uppbyggilegra skattaumhverfi hvað þetta varðar.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this thesis is first and foremost to address the rules on presumptive employment income and to examine them on grounds of the principle of legality in the tax law. Additionally, an effort is made to clarify issues that are unclear, i.e. both in the rules and the law, by examining the implementation by the Directorate of Internal Revenue, the decisions by The State Internal Revenue Board, and court conclusions.
    The approach of the thesis is to begin addressing the administrative environment of the tax law and the tax authorities. This is followed by detailed coverage of the relevant provisions of the Constitution of the Republic of Iceland with a focus on the principle of legality and the delegation of the taxation power. A focus is furthermore on views regarding interpretation of law as prevailing in the tax law, and the tax concept is addressed in detail. With respect to context, assessment of benefits and its connection to presumptive employment income is discussed in brief. Conclusively, the focus is on the rules on presumptive employment income with an emphasis on answering unanswered factors in the rules and regarding their position towards the principle of legality in the tax law.
    The author’s examination revealed the complexity for parties, who due to their position have to calculate their employment income, in doing so correctly. The procedural development of the current provisions of law on the presumptive employment income that has taken place has the objective of further defining the position of these parties and the thesis concludes that improvements are needed in some respects. The author furthermore deems that the rules cause difficulties for newly established undertakings through inflictive requirements regarding presumptive employment income, i.e. already in the second year of their operation. It appears that this significantly opposes the principle of legality in the tax law and clearly does not support the structuring of undertakings. This considerably reduces the strength of Icelandic undertakings and it appears that the interests of Iceland’s economy are better off through a more efficient tax environment in this regard.

Samþykkt: 
  • 26.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bríet Kristý Gunnarsdóttir. Logmæti reglna um reiknað endurgjald.pdf784.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna