is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19209

Titill: 
  • Rannsóknarregla stjórnsýsluréttar með áherslu á rannsókn barnaverndarmála
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknarregla stjórnsýsluréttarins hefur lengi verið til staðar í íslensku lagaumhverfi og er afar mikilvæg málsmeðferðarregla. Reglan er nú lögfest í 10. gr. Stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en í henni felst skylda stjórnvalds að rannsaka mál á fullnægjandi hátt svo hægt sé að taka málefnalega ákvörðun á grundvelli þeirra gagna sem stjórnvaldið hefur undir höndum. Markmið höfundar er að skýra inntak rannsóknarreglu stjórnsýslulaga ásamt því að kanna hvernig framkvæmd reglunnar birtist á sviði barnaverndar.
    Ritgerðin hefst á umfjöllun um efni og tilgang rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins. Í öðrum kafla er fjallað um uppruna og gildissvið rannsóknarreglunnar ásamt því hvernig hún birtist í stjórnsýslulögum. Einnig er fjallað um samspil rannsóknarreglunnar við aðrar meginreglur. Í þriðja kafla er fjallað um rannsókn stjórnsýslumála, upphaf þeirra og hvaða gagna nauðsynlegt er að afla við rannsókn máls. Fjórði kafli fjallar um upphaf rannsóknarreglu barnaverndarlaga og þróun hennar á því sviði. Í fimmta kafla er vikið að ferli barnaverndarmála, upphaf þeirra og ákvörðun um könnun máls. Fjallað er um rannsókn barnaverndarnefndar á málum og réttindi og skyldur málsaðila. Einnig er fjallað um atvik er heyra til undantekninga frá könnun máls. Í sjötta kafla er fjallað um afleiðingar brota á rannsóknarreglunni. Að lokum er farið í helstu niðurstöður ásamt samspili stjórnsýslulaga og barnaverndarlaga.
    Helstu niðurstöður eru þær að almennt eru ekki gerðar sömu kröfur til stjórnvalds við rannsókn almennra stjórnsýslumála og barnaverndarmála. Rannsóknarskylda barnaverndarnefndar samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 er töluvert ítarlegri en almenna ákvæði 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ber með sér. Einnig er rannsóknarregla barnaverndarlaga skýrari um efnislegt inntak greinarinnar og ítarlegri ákvæði eru í lögunum um rannsóknarheimildir barnaverndar. Almennt verður því að telja að rannsókn barnaverndarmála verði háttað eftir ákvæðum sérreglna um rannsókn í barnaverndarlögum, þar sem þau geyma sértækari reglur um rannsókn barnaverndarmála en ákvæði stjórnsýslulaga mæla fyrir um.

Samþykkt: 
  • 26.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannsóknarregla stjórnsýsluréttar með áherslu á rannsókn barnaverndarmála2014.pdf770.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna