is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19210

Titill: 
  • Ítrekunarákvæði í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmiðið með ritgerð þessari er að gera grein fyrir ítrekunarheimildum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og varpa ljósi á gildi þeirra í íslenskum rétti. Í fyrsta lagi verður fjallað um refsingu og afbrot og til hvers er litið við ákvörðun refsingar í íslenskum rétti. Í öðru lagi verður fjallað um hina almennu ítrekunarheimild í 71. gr. almennra hegningarlaga þar sem mælt er fyrir um þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að ítrekunarheimildum sé beitt við ákvörðun refsingar. Í þriðja lagi verður fjallað um ítrekunarheimildir í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga
    en um er að ræða tvö ákvæði, annars vegar 205. gr. og hins vegar 208. gr. laganna. Þá verða fyrrnefndar ítrekunarheimildir bornar saman við ítrekunarheimildir í kynferðisbrotakafla norsku hegningarlaganna. Í fjórða lagi verður gerð grein fyrir niðurstöðu dómarannsóknar sem höfundur framkvæmdi í tilefni af þessari ritgerð. Rannsóknin fór fram með þeim hætti að skoðaðir voru dómar þar sem sakfellt var fyrir kynferðisbrot og reynt að varpa ljósi á hvaða gildi ítrekunarheimildir í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga hafa í íslenskum rétti.
    Þar sem ítrekunarheimild 205. gr. hgl. var lögfest með lögum nr. 61/2007 voru skoðaðir
    dómar sem féllu eftir gildistöku þeirra laga og fram til 3. apríl 2014. Leiddi rannsóknin í ljós að ítrekun hefur ekki oft verið beitt við ákvörðun refsingar í kynferðisbrotamálum. Þrátt fyrir
    það mátti leiða af þeim fáu dómum sem ítrekun hafði áhrif við ákvörðun refsingar að ítrekunin leiddi til þyngri refsingar

  • Útdráttur er á ensku

    Recidivism in the Chapter of Sexual Offences of the General Penal Code nr. 19, 1940.
    The main objective of this thesis is to explain recidivism warrant in the Chapter of Sexual Offences of the General Penal Code No.19, 1940 and highlight it’s value in the Icelandic
    legal system. First consideration will be crime and punishment and what is perceived in deciding punishment in an Icelandic court. Secondly the general authorisation of using
    recidivism warrant in Article 71 of the General Penal Code, which lays down the conditions that must be met in order to utilise recidivism warrant upon deciding punishment. Thirdly the
    recidivism warrant in the Chapter of Sexual Offences of the General Penal Code will be discussed, but there are two provisions one Art. 205 and on the other hand, Art. 208 of the
    General Penal Code. Then will the said recidivism warrant be compared with recidivism warrant in the Chapter of Sexual Offences in the Norwegian Penal Code. Fourth, this paper
    reviews the outcome of an investigation of sentences conducted by the author in the preparation of this essay. The study was conducted in a manner that sentences were scrutinised where convictions for violations of sexual offences section of the of the General Penal Code had been passed with an attempt to shed light on the value of recidivism warrant
    in the Chapter of Sexual Offences of the General Penal Code in the Icelandic courts. As the recidivism warrant of Art. 205 of the General Penal Code was enacted by Act No. 61/2007
    sentences were examined that were passed after the enactment of the law until April 3, 2014.
    The study found that the recidivism warrant has not often been applied to sentences in sexual offences. In spite of that it could be deducted from the few sentences where recidivism
    warrant had been applied that it led to more severe penalty.

Samþykkt: 
  • 26.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19210


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Svava-Pétursdóttir 2014.pdf52.56 kBLokaður til...28.05.2050HeildartextiPDF

Athugsemd: Hendið eldri færslu