is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19211

Titill: 
  • Meðábyrgð tjónþola í vinnuslysum. Dómaframkvæmd fyrir og eftir gildistöku 23. gr. a. skaðabótalaga nr. 50/1993
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er tekið fyrir ákvæði 23. gr. a. skaðabótalaga nr. 50/1993 um meðábyrgð tjónþola í vinnuslysum. Reglan kveður á um heimild til að lækka eða fella niður bætur vegna líkamstjóns starfsmanns eða missis framfæranda, að þeim áskilnaði uppfylltum, að sá sem fyrir tjóninu varð hafi með stórkostlegu gáleysi, eða ásetningi, átt þátt í því að tjónsatburður átti sér stað.
    Markmið ritgerðarinnar er í raun tvíþætt; annars vegar er ætlunin að gera grein fyrir 23. gr. a. skaðabótalaga, gildissviði ákvæðisins og sögulegri þróun þess. Fyrst verður fjallað um bótagrundvöllinn almennt, því næst um hugtakið meðábyrgð, réttaráhrif hennar og sögulega þróun. Í meginkafla ritgerðarinnar, fjórða kafla, verður vikið að ítarlegri umfjöllun um 23. gr. a. skaðabótalaga. Fjallað verður um helstu hugtök ákvæðisins þ.e. starfsmaður, í starfi, stórkostlegt gáleysi og ásetningur en einnig þykir nauðsynlegt að fjalla um mörkin á milli almenns og stórkostlegs gáleysis. Hins vegar, er markmið ritgerðarinnar, að rannsaka hvað ráða megi af dómaframkvæmd Hæstaréttar fyrir og eftir gildistöku 23. gr. a. skaðabótalaga, einkum hvort greina megi afstöðu réttarins til þess hvað teljist stórkostlegt gáleysi í skilningi ákvæðisins, og enn fremur hvort gæta megi breytinga á afstöðu réttarins hvað þetta varðar. Að endingu verður sérstaklega skoðað hvort Hæstiréttur kunni engu að síður að hafa byggt niðurstöðu sína á því að starfsmaður hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi, þrátt fyrir að rétturinn tefli því ekki sérstaklega fram í forsendum fyrir niðurstöðu sinni.
    Niðurstöðurnar sýna að það spilar þungt í mati Hæstiréttar, á því hvort skilyrðið um stórkostlegt gáleysi í skilningi 23. gr. a. skaðabótalaga sé uppfyllt, hvort öryggisbúnaður sem tiltækur var á vinnustað hafi verið notaður eða ekki. Einnig má ráða af dómaframkvæmd réttarins að aldur, menntun og reynsla tjónþola getur skipt verulegu máli við matið og ekki síst hvort tjónþola hafi mátt vera ljós sú hætta sem stafað hafi af því verki sem unnið var. Síðast en ekki síst leiddi rannsókn höfundar í ljós að sú þróun sem átt hefur sér stað í dómaframkvæmd Hæstaréttar á síðustu árum hefur verðið í þá átt að styrkja réttarstöðu starfsmanna í skilningi 23. gr. a. skaðabótalaga.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this essay, is the provision a of Article 23 to the Tort Damages Art no. 50/1993, that discusses Claimant’s co-liability in work-related injuries. The regulation authorizes a sanction to curtail og disallow bodily harm compensation or provider casualty compensation if the injured employee shows intent or gross negligence.
    The main purpose of this essay is twofold. On the one hand, to explore what provision a in Article 23 entails, discuss it’s scope, and it’s historical development is explained. The essay will start to explore the basis for the claimant’s demand for compensation. Then, the essay explores the concept of co-liability, its legal consequences and its historical development. In the main section of the essay, the discussion of provision a in Article 23, the main concepts in the Article will be discussed, i.e. employee, at work, intent and gross negligence. The boundaries between negligence and gross negligence will also be discussed.
    On the other hand, the main purpose of this essay is to study the Supreme court’s judgements before and after the amendment of The Tort Damages Act, and seek to evaluate, what conditions relating to gross negligence can be read out of recent judgements of the Supreme court. Also to find out whether the employers shows gross negligence in many cases before the amendment of The Tort Damages Act.
    The outcome of the study is, when the Supreme court assesses gross of negligence according to provision a in Article 23, it looks to whether the employee uses a safety equipment that is available at work. Then, the age of the employee, experience and education and whether the employee was found that the risk posed by the project, is relevant to the assessment. It’s also clear from the jugdements that provision a in Article 23 improve the position of employers.

Samþykkt: 
  • 26.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð_SS_.pdf575.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna