is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19240

Titill: 
  • Rannsóknarúrræði og sönnun í fíkniefnamálum. Dómar Hæstaréttar 1992-2013
  • Titill er á ensku Law Enforcement Investigative Methods and Evidential Proof in Drug-related Cases. Supreme Court Cases from the Period Between 1992 and 2013
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í riti þessu er leitast við að varpa ljósi á rannsóknarúrræði og sönnun í fíkniefnamálum. Umfjöllunin miðar að svari við þeirri meginspurningu hvernig rannsókn og sönnun er háttað í málaflokknum, auk þess hvort greina megi að sönnunarkröfur hafi breyst við meðferð fíkniefnamála fyrir dómstólum landsins.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar er farið stuttlega yfir sögu fíkniefna, þróun löggjafar og núgildandi refsiheimildir vegna ávana- og fíkniefnabrota. Þá er vikið að lögreglurannsókn og alþjóðlegu samstarfi í tengslum við rannsókn brotanna. Til að varpa ljósi á beitingu lögreglunnar á rannsóknaraðferðum í þágu uppljóstrana fíkniefnabrota var gagna aflað hjá embætti ríkissaksóknara um beitingu lögregluembætta landsins á tilteknum rannsóknaraðferðum á tímabilinu 2009-2012. Til skoðunar var beiting þvingunarráðstafana á grundvelli 80.-82. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ásamt tíðni sérstakra rannsóknaraðferða lögreglu með stoð í reglum nr. 516/2011 um sérstakar aðferðir og aðgerðir lögreglu við rannsókn sakamála. Helstu niðurstöður úttektarinnar eru þær að langflestir úrskurðir voru kveðnir upp í þágu rannsókna á stórfelldum fíkniefnabrotum. Athygli vekur að notkun símahlustana hefur farið minnkandi, en notkun upplýsinga um símtöl og önnur fjarskipti hefur aukist nokkuð. Þá þykir athyglivert að notkun uppljóstrara við rannsókn fíkniefnabrota hefur farið vaxandi.
    Í síðari hluta ritgerðarinnar er fjallað um sönnun í fíkniefnamálum. Þar getur fyrst að líta fræðilega umfjöllun um sönnun í sakamálum, sem er undanfari stærsta hluta ritsins þar sem sönnun í fíkniefnamálum er til rannsóknar. Í því skyni að leita svara um sönnun í fíkniefnamálum er því næst gerð úttekt á dómum Hæstaréttar sem gengið hafa á tímabilinu 1992-2013 vegna brota gegn bæði 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni. Í framhaldinu eru helstu niðurstöður dregnar saman.
    Af rannsókninni eru meðal annars þær ályktanir dregnar að framburður ákærða og mat á trúverðugleika hans hafa talsvert vægi við mat á sönnun um sekt. Þá má ráða að niðurstaða um sekt ákærðu grundvallast nokkuð á óbeinum sönnunargögnum, niðurstöðum símahlustana og upplýsingum um símtöl og önnur fjarskipti. Að mati höfundar finnast þess ekki merki að slakað hafi verið á sönnunarkröfum á rannsóknartímabilinu. Hins vegar var í ljós leitt að notkun rannsóknarúrræða hefur farið vaxandi, sem eðli máls samkvæmt setur mark sitt á sönnunarmat. Að endingu er bent á takmarkaða notkun á heimild dómstjóra til þess að fjölskipa dóm í sakamáli í þeim fíkniefnamálum sem gengu á rannsóknartímabilinu. Þessi tilhögun er gagnrýniverð í ljósi ríkjandi skipunar í dómsmálum hér á landi, þar sem Hæstiréttur hefur ekki heimild til þess að endurskoða mat héraðsdóms á sönnunargildi munnlegs framburðar án þess að kalla vitni og ákærðu til skýrslugjafar á ný fyrir dómi.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this thesis is narcotics investigations and the evidential proof in the criminal proceedings of drug cases. The discussion aims to shed light on investigation resources and evidence in drug cases. Furthermore, this thesis will examine whether the standard of proof in drug cases has changed during the period between 1992 and 2013.
    The first section of the thesis briefly reviews the history of drugs, development of drug use legislation and current legislation regarding the abuse of narcotic drugs. Moreover, police investigations and international police co-operation in relation to drug smuggling is examined. To illustrate the frequency and use of police investigative methods regarding drug offences, statistical information was acquired from the Director of Public Prosecutions on the use of specific investigative methods by The Icelandic Police during the period from 2009 to 2012. Information was obtained on the frequency of judicial rulings regarding coercive methods governed by articles 80 to 82 of the Law on Criminal Procedure No. 88/2008 and frequency of special methods by virtue of Rules on Special Methods and Operations of the Police During Investigation of Criminal Cases No. 516/2011. The main findings were that the vast majority of rulings issued for use of coercive methods were due to investigating large-scale narcotics offenses. Attention was drawn to the discovery that the use of phone interception appears to have decreased, while the collection of cell phone data has increased. Lastly, the author noted that the use of informants appears to have increased.
    The second part of the thesis discusses law on evidence and the standard of proof in drug cases. Cases, which have appeared before the Supreme Court of Iceland on article 173. a. of the Icelandic General Penal Code No. 19/1940 and provisions of the Narcotics Act No. 65/1974 during the period of 1992 to 2012, were analysed.
    The conclusion of the analysis is that when determining guilt, much weight is placed on the statement of the accused in drug cases. Furthermore, it was noted that guilt of the accused was in many instances based on indirect evidence as well as information gained from phone interceptions and cell phone data. The author found that the standard of proof in drug cases seems not to have become less stringent over the years. It was noted, however, that use of police investigative methods has increased over the research period, affecting the court's determination of guilt. Finally, the author found that the permission to appoint a side judge in criminal proceedings was somewhat neglected in drug cases during the research period. The author expresses her doubts about this lack of implementation in the light of the prevailing order of the criminal justice system, where the court system has only two levels and the Supreme Court has no authority to review the District Court's assessment of the evidential value of oral statements by suspects without the accused and witnesses reappearing before the court.

Samþykkt: 
  • 1.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19240


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð_Sonja Hjördís Berndsen.pdf2 MBLokaður til...16.05.2064HeildartextiPDF