is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19248

Titill: 
  • Einkaréttarlegar kröfur í sakamálum -með sérstöku tilliti til líkamsárása
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Ritgerð þessi fjallar um einkaréttarkröfur sem hafðar eru upp í sakamáli með heimild í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, sem rekið er eftir reglum XXVI. kafla sömu laga. Um mikilvæga heimild er að ræða þar sem það hefur í för með sér mikið hagræði fyrir brotaþola að eiga þess kost að koma einkaréttarkröfu sinni að samhliða refsikröfu ákæruvalds í sakamáli.
    Í ritgerðinni er fjallað um einkaréttarkröfur brotaþola og þau úrræði sem hann hefur til að fá tjón sitt bætt eftir íslenskum lögum. Fjallað er um þróun sakamálaréttarfars og einkaréttarkafna hérlendis. Málsforræðisreglan er skoðuð með hliðsjón af þeim möguleikum sem standa brotaþola til boða og í því samhengi eru reglur um sönnun í íslenskum rétti skoðaðar og sá munur sem gerður er á kröfum til sönnunar annars vegar í sakamáli og hins vegar í einkamáli. Farið er yfir meginreglur íslensks skaðabótaréttar, vátryggingaréttar auk þess að gerð er grein fyrir lögum um skyldu ríkisins til greiðslu bóta til handa þolendum afbrota. Til samanburðar er farið yfir þær reglur sem gilda í dönskum og norskum rétti um meðferð einkaréttarkrafna. Einnig er í ritgerðinni að finna umfjöllun um refsikenndar skaðabætur og tilurð þeirra í íslenskum rétti.
    Samhliða umfjöllun vann höfundur rannsókn á dómum Hæstaréttar í íslenskum sakamálum vegna líkamsárása. Þar var m.a. horft til frávísunar á kröfum og upphæð dæmdra krafna. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa skýrari mynd af því hvernig farið er með slíkar kröfur. Yfir það tímabil sem rannsókn tók til var meðalupphæð dæmdra bóta í málum þar sem sakfellt var fyrir refsikröfu og bótakrafa tekin til greina 263.000 krónur en bótakrafa brotaþola hljóðaði að meðaltali uppá 630.000 krónur Greinilegur munur var á bótum sem dæmdar voru þegar sérfræðigögn lágu fyrir og þeim bótum sem dæmdar voru þegar slík gögn lágu ekki fyrir.

  • Útdráttur er á ensku

    The following dissertation is centred on private claims filed in criminal cases concerning the 2nd paragraph of the 2nd article of Icelandic criminal law number 88/2008, covering the treatment of criminal cases that are run according to article XXVI of the same law.
    This article is of great importance as it can provide great benefits for the claimer being able to push his private claim alongside a criminal penalty of the prosecution in a criminal case.
    The dissertation covers private claims of victims and the options available to get compensation according to Icelandic law. The jurisdiction rule is evaluated in light of the options available for the claimer and in this context, rules concerning burden of proof are evaluated.
    Furthermore, the dissertation examines principles of Icelandic tort law and insurance law in addition to explaining the duty of the Icelandic government to pay compensation to victims. Principles concerning private claims in Danish and Norwegian law are examined and contrasted with the principles in Icelandic law. In addition, the dissertation considers criminal compensation and their origins in Icelandic law.
    Alongside the review, an investigation into rulings with regards to treatment of private claims in Icelandic law is conducted. Dismissals and amounts awarded are evaluated. The conclusions are interesting and paint a clear picture for the treatment of such claims. For the period reviewed the average amount awarded, in cases where there was a criminal conviction and a monetary claim was taken into consideration, was ISK 263,000 ($2,200). However, the average original monetary claim was ISK 630,000 ($5,250). There is a clear difference in amounts awarded when specialist data was available and when no such data was available.

Samþykkt: 
  • 1.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19248


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Pétur Örn Johnson ML-Ritgerð.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna