is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19249

Titill: 
  • Hagsmunaárekstrar í hlutafélögum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að leita svara við þeirri spurningu hverra hagsmuna er verið að gæta þegar kemur að stjórnun í hlutafélögum. Fjallað verður um þá hagsmunaaðila sem eiga hluti í eða stjórna félögum og verður sérstaklega farið yfir stöðu og innbyrðis tengsl hluthafa, félagsstjórnar og stjórnenda hjá íslenskum og erlendum fyrirtækjum. Umfjöllunin um hagsmunaaðila sem stjórna hlutafélögum var skoðuð út frá stöðu þeirra í íslensku réttarkerfi með hliðsjón af erlendu réttarkerfi. Innlend og erlend dómaframkvæmd var einnig skoðuð og erlendar fræðigreinar og leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.
    Mikil umræða hefur átt sér stað í íslensku samfélagi síðan haustið 2008 um áherslur og ábyrgð í íslensku lagaumhverfi og viðskiptalífi. Hafa vaknað margar spurningar um stjórnun fyrirtækja og tengsl í íslenskum félögum ásamt því hvað góðir stjórnarhættir séu. Í þessari ritgerð verður gerð grein fyrir hlutverkum, skyldum og reglum hagsmunaaðila hlutafélaga og leitast við að kortleggja við hvaða aðstæður stjórnendur, stjórnir fyrirtækja og hluthafar geta þurft að bera skaðabótaábyrgð.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar voru þær að þrátt fyrir að tekin hafi verið stór skref til að efla umræðu og fræðslu um hagsmunaárekstra og bætta stjórnarhætti fyrirtækja, hefur ekki verið nægilega langt gengið í þeim efnum. Á meðan stjórnarháttaumræðan snýr frekar að því að bæta stöðu hluthafa hefur minni áhersla verið lögð á hvernig leysa skuli eða koma í veg fyrir hagsmunaárekstra milli stjórnenda og hluthafa.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to observe and find out whose interests are being taken care of when it comes to management of limited companies. In this thesis stakeholders who own or control corporation will be reviewed and in particular stakeholder’s status in relationship with corporate board members and executives in Icelandic and foreign corporations. The legal status of executives and limited companies owners in Iceland’s current legal system will be observed and compared with the legal status in foreign legal systems. Domestic and foreign legal practices will be reviewed and theoretical perspectives of corporate governance in corporations.
    Much discussion has been in the Icelandic society, since the autumn of 2008, regarding the priorities and responsibilities in the Icelandic legal environment and business sector. Many questions have been raised concerning the management of corporations and internal relationship between Icelandic corporations associated with good corporate governance. The author will outline the roles, responsibilities and rules of stakeholders and seeks to map out under what circumstances managers, corporate board members and shareholders can be held legally compensatory liable.
    The main results of this thesis concluded that despite the big step was taken in promoting dialogue about conflict of interest and corporate governance has improved, it is still not enough. Governance debate have been about improving the situation of shareholders and less emphasis has been on how to solve or prevent conflicts of interest between executives and shareholders.

Samþykkt: 
  • 1.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elsa Edvardsdottir Hagsmunaárekstrar í hlutafélögum.pdf3.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna