is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19256

Titill: 
  • Dulsmál. Er 212. gr. hgl. úrelt?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Barnsdráp hafa fylgt mannkyninu alla tíð og var algengur verknaður í ólíkum menningarheimum. Meðal víkinga finnast margvíslegar heimildir um útburð barna. Í Grikklandi til forna var ofuráhersla lögð á fullkominn og heilbrigðan líkama og því var algengt að óvelkomin, ófullkomin börn, jafnvel með augljósan fæðingargalla, væru drepin. Til eru samfélög sem takmarka barneignir í þeim tilgangi að hefta fólksfjölgun. Sú stefna eykur líkur á barnsdrápum, einkum meðal stúlkubarna.
    Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er hvort þörf sé á refsiákvæði 212. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem fjallar um barnsdráp. Ákvæðinu hefur afar sjaldan verið beitt í framkvæmd og hin síðari ár er aðeins að finna tvö mál þar sem ákvæðinu var beitt. Slík mál sem upp koma í nútímanum eru nokkuð einsleit. Hinar dæmigerðu aðstæður eru að ung kona afneitar þungun sinni fram að fæðingu. Af orsökum sem rekja má til andlegs ójafnvægis hennar yfirgefur hún ýmist nýfætt barnið eða fremur annan verknað sem leiðir til dauða þess. Sameiginlegar ástæður sem valdið geta barnsdrápi eru gjarnan fæðingarþunglyndi og aðrar geðtruflanir. Í ritgerðinni er leitast við að svara þeirri spurningu hvort að þörf sé á svo sértæku refsiákvæði eins og 212. gr. hgl. Skoðaðar eru þær leiðir sem Norðurlöndin hafa farið í löggjöf sinni um barnsdráp. Þá er farið yfir réttindi barnsins samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum um mannréttindi og kannað hvort að ákvæði 212. gr. hgl. uppfylli þær skuldbindingar.
    Komist er að þeirri niðurstöðu að ákvæði 212. gr. hgl. sé úrelt. Barnsdráp er sjaldgæft brot og því orkar tvímælis að réttlætanlegt sé að hafa um það svo sértækt refsiákvæði sem 212. gr. almennra hegningarlaga er. Lagt er til að barnsdráp verði fellt undir 211. gr. hgl. og eftir atvikum að litið verði til 75. gr. laganna við ákvörðun refsingar.

Samþykkt: 
  • 2.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19256


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_final.pdf852.39 kBLokaður til...08.05.2065HeildartextiPDF