is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19280

Titill: 
  • Fríverslunarsamningur Íslands og Kína : vörur, þjónusta og fjárfestingar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ísland var fyrsta ríki Evrópu sem hóf fríverslunarviðræður við Kína og fríverslunarsamningur Íslands og Kína fullgiltur af hálfu Íslands þann 29. janúar 2014 og stendur til að Kína fullgildi samninginn á næstu mánuðum. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að svara þeirri spurningu hvort fríverslunarsamningur Íslands og Kína gangi lengra í átt til frelsis í viðskiptum en þeir alþjóðlegu samningar sem Ísland er nú þegar aðili að. Ritgerðin svarar þremur spurningum i) felur fríverslunarsamningur Íslands og Kína í sér víðtækara afnám tolla í vöruviðskiptum heldur en GATT-samningurinn á helstu inn- og útflutningsvörum á milli samningsaðila og að hvaða marki, ii) opnar fríverslunarsamningur Íslands og Kína á frekara frelsi í þjónustuviðskiptum heldur en fyrirliggjandi GATS-samningur á milli samningsaðila og iii) veitir fríverslunarsamningur Íslands og Kína ríkisborgurum aðildarríkjanna rýmri heimildir til fjárfestinga á yfirráðasvæði hvors annars. Einnig verður fjallað um hvernig úrlausnum ágreiningsmála skuli háttað á milli aðila og hvaða atriði hafa verið umdeild í fríverslunarsamningi Íslands og Kína. Á eftir hverjum meginkafla ritgerðarinnar er gerð samantekt á helstu niðurstöðum en í lokin koma fram niðurstöður og ályktanir höfundar.
    Tilgangur ritgerðarinnar er að leiða í ljós þau atriði sem skipta máli í fríverslunarsamingnum um viðskipti með vörur og þjónustu á milli aðila. Niðurstaðan var sú að það verði umtalsverð breyting á tollaumhverfi í vöruviðskiptum á milli ríkjanna sem tollar á heilstu inn- og útflutningsvörum beggja samningsaðila munu falla niður við fullgildingu samningsins, þar eru hagsmunir íslenskra sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtækja einstaklega mikilvægir. Þegar litið er til þjónustuviðskipta þá var niðurstaðan sú að lítil breyting hafi orðið á skuldbindingum aðila skv. GATS-samningnum. Heimildir Kínverja til fjárfestinga hér á landi munu haldast óbreyttar þar sem samningurinn veitir ekki rýmri heimildir fyrir fjárfestinga samnignsaðila í ríkjum hvors annars en yfirlýsingar samningsaðila benda þó til þess að vilji sé til frekara samstarfs.

Samþykkt: 
  • 3.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19280


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak.pdf1.13 MBLokaður til...31.05.2134HeildartextiPDF