is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19284

Titill: 
  • Réttur barna til að tjá sig í forsjár- og umgengnisdeilum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að svara því hvort litið sé til sjónarmiða barna við úrlausn forsjár- og umgengnismála. Skoðað verður annars vegar hvort leitað er eftir sjónarmiðum barna við meðferð máls og hver aldur þeirra er á þeim tíma. Hins vegar er það skoðað hvort tekið sé tillit til afstöðu barna þegar hún er ljós. Verður framangreint kannað með því að skoða dóma Hæstaréttar, frá setningu nýrra barnalaga nr. 76/2003 frá árinu 2003 til 1. ágúst 2013, í málum þar sem foreldrar barna deila um forsjá og/eða umgengni. Í því skyni er gerð grein fyrir ákvæði 12. gr. Barnasáttmálans og íslenskum lagaákvæðum um rétt barnsins til að tjá sig við meðferð máls. Auk þess er í stuttu máli fjallað um þær reglur sem gilda í norrænum rétti. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að í miklum meirihluta dómsmála er leitað eftir sjónarmiðum barna. Hefur aldursviðmið dómstóla lækkað töluvert frá setningu núgildandi barnalaga, sem virðist miðast við sjö ára aldur barna, í stað 12 ára aldurs sem áður var miðað við. Er í dómaframkvæmd aldrei leitað eftir sjónarmiðum barna sex ára og yngri, yfirleitt hjá börnum sjö til tíu ára, en ávallt er leitað eftir sjónarmiðum barna þegar þau eru orðin 11 ára. Í forsjármálum er dómsniðurstaða í 27% tilvika í samræmi við afstöðu barna til málsins, en í 19% tilvika gegn afstöðu þeirra. Í umgengnismálum er dómsniðurstaða í 50% tilvika í samræmi við afstöðu barna til málsins, en í 17% tilvika gegn afstöðu þeirra.

Samþykkt: 
  • 3.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19284


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð Margrét Ása Eðvarðsdóttir.pdf691.61 kBLokaður til...26.11.2033HeildartextiPDF