is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19290

Titill: 
  • Samspil riftunarreglna laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 og skilasvikaákvæða almennra hegningarlaga nr. 19/1940
  • Titill er á ensku The Interaction of rescission rules of bankruptcy law no. 21/1991 and the article regarding return fraud of criminal law no. 19/1940
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Efni ritgerðar þessarar og sú rannsókn sem í henni felst er að greina hvert samspil riftunarreglna laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 og skilasvikaákvæða almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er. Enn fremur að horfa til þess hvernig það samspil birtist. Leitað er svara við þeirri spurningu hvað sé raunverulega líkt með ákvæðunum og hvar greini í milli. Loks er greint frá því hvar mörk þessara ákvæða liggja, með öðrum orðum hvenær sú háttsemi manns að ráðstafa eignum við gjaldþrot sé ekki einungis riftanleg heldur geti verið refsiverð.
    Við rannsókn þessara álitaefna er einkum litið til íslenskrar laga- og dómaframkvæmdar og hvort og þá hvernig lagaákvæðin tengjast í gegnum hana. Þá eru skrif fræðimanna á hvoru sviði fyrir sig höfð til hliðsjónar, en samanburður ákvæðanna er að mestu óskrifað blað.
    Draga má niðurstöður rannsóknarinnar saman á þá leið, að sýnt þyki að samspil ákvæðanna er fjölþætt í íslenskum rétti. Birtist það einkum í efnislegri skörun ákvæðanna ásamt því sem kæruskylda skiptastjóra samkvæmt 84. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 felur í sér lögbundna tengingu réttarsviðanna á milli.
    Tilvik þar sem riftunarmál og skilasvikamál eru höfðuð vegna sömu lögskipta eru mjög fátíð og má komast svo að orði að beiting annars ákvæðisins hvorki komi í veg fyrir, né feli í sér nauðsyn þess að hinu ákvæðinu verði jafnframt beitt. Í því samhengi er þarft að hafa í huga, að sú háttsemi manna að ráðstafa eignum við gjaldþrot er refsiverð en ekki einungis riftanleg þegar auðgunarásetningur er til staðar.
    Vegna umfangs samspils ákvæðanna í fræðilegu tilliti, er komist að þeirri niðurstöðu að birtingarmynd þess í framkvæmd, að kæruskyldunni undanskilinni, er ekki eins algeng og efni standa til.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis and it´s research is to analyse the interaction between the rescission rules of bankruptcy proceedings law no. 21/ 1991 and the article regarding return fraud of criminal law no. 19/1940. Furthermore the purpose is to see how the interaction is shown in practice. The thesis also tries to addess where the aforementioned articles are similar and where they do differentiate.
    In accordance to the above, it is taken into consideration when person´s act to dispose assets during bankruptcy proceedings can not only be rescinded but also becomes a criminal act.
    The research solely focuses on domestic legislation and results of the Icelandic Supreme Court Cases, the author tries to analyse if, and how, the aforementioned articles relate.
    Academic references on both articles are taken into account, in light of the fact comparison of the two articles mentioned above remain mostly unknown due to little or no existing research.
    The main results of this research are that the conjunction of the two articles can be considered to be diverse in domestic law. It mainly appears in substantial overlap between the articles, it can also be noticed in the trustee´s duty of notice by article 84 of bankruptcy proceedings law no. 21/1991, where it is a statutory relation of the two different fields.
    Incidents where rescission cases and acts of return fraud are taken into legal action because of the same events are infrequent. Legal action of either of the two articles does not prevent nor require the other article to be applied.
    In that sense, person´s act to dispose assets during bankruptcy proceedings cannot only be rescinded but can also be considered a criminal act when the person has clear intentions of enrichment.
    Due to the scope of the articles interaction in academic perspective, it is concluded that the manifestation in practice is not as common as it might be expected.

Samþykkt: 
  • 3.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhanna Sveina Hálfdánardóttir. Samspil riftunarreglna gjaldþrotalaga og skilasvikaákvæða hegningarlaga..pdf611.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna