is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19308

Titill: 
  • Mismunandi réttindi og skyldur hjóna og einstaklinga í óvígðri sambúð : er ástæða til að breyta 7. gr. erfðalaga nr. 8/1962?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sifja- og erfðaréttur er sú fræðigrein lögfræðinnar sem að meginefninu til fjallar um náin, persónuleg tengsl milli manna. Þau nánu persónuleg tengsl sem ætlunin er að fjalla um í riti þessu, eru hjúskapur, sambúðarréttur (óvígð sambúð) og erfðaréttur.
    Með hjúskap fylgja margvísleg réttindi, s.s. erfðaréttindi og seta í óskiptu búi, en skortur er á þess konar réttindum í óvígðri sambúð. Hins vegar telur fjöldi Íslendinga sig hafa sömu réttindi og aðilar í hjúskap, ef þeir hafa skráð sambúð sína í Þjóðskrá Íslands. Almenningur er ekki nægilega vel upplýstur um hvað það í raun þýðir að vera í óvígðri sambúð, gæti það stafað af því að engin heildstæð lög gilda um það sambúðarform.
    Sú þróun hefur verið í gegnum árin að fólk velur óvígða sambúð umfram hjúskap, eða velur að skrá sig ekki opinberlega í sambúð. Í riti þessu er ætlunin að varpa ljósi á þá staðreynd að nauðsynlegt er að setja skýrar og afmarkaðar reglur um óvígða sambúð og bæta réttarstöðu aðila sem velja sér slíkt sambúðarform. Tekin verður afstaða til þess hvort ástæða sé til að breyta 7. gr. erfðalaga nr. 8/1962, það ákvæði felur í sér rétt hjóna að sitja í óskiptu búi eftir andlát maka.

Athugasemdir: 
  • Læst til 25.7.2024
Samþykkt: 
  • 6.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19308


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða- Helga.pdf514.43 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
M.L. Ritgerð- FINAL -Helga.pdf717.41 kBLokaður til...25.07.2024HeildartextiPDF