is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19317

Titill: 
  • Seljanleiki óverðtryggðra ríkisbréfa á eftirmarkaði: Seljanleikamælingar 2008-2012
  • Titill er á ensku Treasury bonds liquidity on the secondary market: Liquidity measurements 2008-2012
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á skuldabréfamarkaði hafa viðskipti með íslensk óverðtryggð ríkisbréf og seljanleiki þeirra, á undanförnum sjö árum, tekið miklum breytingum. Markmið verkefnisins var að kanna þróun seljanleika á þeim fjórtán óverðtryggðu ríkisbréfum sem verið hafa á skuldabréfamarkaði frá árinu 2008 til ársloka 2012 og bera saman við markað með óverðtryggð ríkisbréf í Svíþjóð. Framkvæmd rannsóknarinnar hófst á að finna helstu mælikvarða seljanleika. Í kjölfarið fór fram viðamikill útreikningur á mælikvörðum sem skýrt er í máli og myndum. Mælikvarðar seljanleika eru velta og veltuhlutfall, tíðni viðskipta, verðbil kaup- og sölutilboða og dýpt. Seljanleikastig, sem mælir áhrif viðskiptamagns að markaðsvirði á verð verðbréfa, verður einnig rannsakað en mælikvarðinn gefur að mínu mati bestu mynd af þróun seljanleikans.
    Niðurstöður seljanleikamælinga sýndu að árið 2008 var frábrugðið öðrum árum. Velta óverðtryggðu ríkisbréfanna var þá mikil, veltuhlutfallið hátt, dýptin náði hámarki og lágmarki og verðbil var mjög breitt þar sem engin viðskiptavakt var á ríkisverðbréfum um tveggja mánaða skeið. Í kjölfar nýrra aðalmiðlarasamninga í júní 2009, um aukna viðskiptavakt, náðist stöðugleiki sem hafði jákvæð áhrif á seljanleikann. Velta og dýpt jókst að nýju og verðbil varð þrengra. Tíðni viðskipta dróst reyndar saman og veltuhlutfall fór lækkandi eftir efnahagshrun, en lækkandi veltuhlutfall skýrist af örri hækkun markaðsvirðis ríkisbréfanna. Samdráttur var í veltu á árunum 2011 og 2012 en aðrir mælikvarðar héldust frekar stöðugir. Við útreikning á seljanleikastigi var útkoman sú að seljanleiki ríkisbréfanna jókst mikið frá árinu 2008 til 2011 en hélst stöðugur frá 2011 til 2012. Mælikvarðinn sýndi að eins milljarðs króna viðskipti hafði að meðaltali 0,45% áhrif á verð á árinu 2008 en árin 2011 og 2012 hafði sama fjárhæð 0,06% áhrif á verð. Í samanburði á íslenskum og sænskum ríkisbréfum árin 2005 og 2010 sýndu mælikvarðar sænsku ríkisbréfanna betri niðurstöður í flestum tilvikum. Í Svíþjóð var velta og dýpt mun meiri og verðbil kaup- og sölutilboða þrengra. Hins vegar mældist veltuhlutfall hærra hérlendis árið 2010. Niðurstöður verkefnisins sýndu að seljanleiki óverðtryggðra ríkisbréfa á eftirmarkaði hefur aukist á tímabilinu 2008-2012 og færst skrefi nær góðum alþjóðlegum seljanleika.

Samþykkt: 
  • 14.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björn_Ingi_Friðþjófsson_BS.pdf2.32 MBLokaður til...01.09.2050HeildartextiPDF