is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19320

Titill: 
  • Eru ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins bindandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samkvæmt 34. gr. samnings EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls hefur EFTA-dómstóllinn lögsögu til þess að veita dómstólum EFTA-ríkjanna ráðgefandi álit varðandi túlkun á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Samkvæmt greininni getur dómstóll í EFTA-ríki óskað eftir slíku áliti telji hann það nauðsynlegt til þess að geta kveðið upp dóm. Tilgangur álitanna er að samræma túlkun og beitingu reglna Evrópska efnahagssvæðisins svo úr verði einsleitt efnahagssvæði.
    Ekki eru öll atriði varðandi ráðgefandi álit skýr, skiptar skoðanir eru um hvort heimild dómstóla til að óska eftir ráðgefandi áliti sé einungis heimild en aldrei skylda og hvort álitin séu einungis ráðgefandi eins og nafnið gefur til kynna eða hvort meiri skuldbinding felist í slíkum álitum en svo að þau séu einungis ráðgefandi. Ákvæðið um ráðgefandi álit sækir fyrirmynd sína í ákvæði stofnsáttmála ESB um forúrskurði og ekki er alltaf ljóst hversu mikill munur er á þessum tveimur fyrirbærum. Í þessari ritgerð verður aðallega tekið fyrir álitaefnið um skuldbindingargildi ráðgefandi álitanna en önnur álitaefni verða þó einnig skoðuð.

Samþykkt: 
  • 14.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð 2.pdf426.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna