is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19327

Titill: 
  • Krossbandaslit knattspyrnukvenna á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir sýna að um 70% alvarlegra hnémeiðsla í íþróttum eigi sér stað án líkamlegrar snertingar frá andstæðingi. Hjá íþróttamönnum, þá sérstaklega þeim sem stunda íþróttir sem krefjast snöggra stefnubreytinga eins og knattspyrnu, handbolta og körfubolta eru krossbandaslit eitt algengasta tilfelli hnémeiðsla. Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hver væru algengustu orsök krossbandaslita knattspyrnukvenna á Íslandi og á hvaða aldri þær væru líklegastar til að verða fyrir slíkum meiðslum. Einnig var markmiðið að sjá hvort endurhæfingaráætlanir væru í samræmi við þær fyrirbyggjandi áætlanir sem skilað hafa bestum árangri og hvort félög á Íslandi væru að leggja áherslu á fyrirbyggjandi þjálfun. Alls svöruðu 55 knattspyrnukonur spurningalista og gefa niðurstöður til kynna að algengustu orsök krossbandaslita séu snúningur á föstum fæti, það er að segja þegar íþróttamaður snýr upp á hnéð með fótinn fastan við undirlagið. Flestir þátttakendur eða 75% voru eldri en 16 ára þegar þær slitu krossband. Meiri áhersla virðist vera lögð á styrktar- og stöðugleikaæfingar en rétta lendingartækni sem samkvæmt rannsóknum er einn mikilvægasti þátturinn í fyrirbyggingu krossbandaslita. Einnig kom í ljós að mis mikil áhersla er lögð á fyrirbyggjandi þjálfun hjá félögum á Íslandi. Þó tæpur helmingur þátttakenda hafi svarað að mikil eða mjög mikil áhersla væri lögð á fyrirbyggjandi styrktaræfingar, eða 42%, voru 49% sem svöruðu að lítil eða frekar lítil áhersla væri lögð á slíkar æfingar.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19327


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð-Eva Hafdís PRENTUN.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna