is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19337

Titill: 
  • Offita barna : hlutverk foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvert er hlutverk foreldra þegar um offituvandamál barns er að ræða og hvað erum við að gera á Íslandi til þess að stöðva öra þróun offituvandans hjá börnum hérlendis? Þetta eru rannsóknarspurningar þessarar heimildaritgerðar og samantekt á núverandi ástandi. Markmið ritgerðarinnar er að komast að því hvort foreldrar spili stórt hlutverk og hvert það er þegar svo er komið að barn er orðið of feitt. Annað markmið er að skoða hvað væri hægt að bæta á Íslandi til að stöðva þróunina. Eftir heimildavinnu höfundar eru niðurstöðurnar þær að foreldrar og forráðamenn spila, ásamt öðrum aðstandendum og vinum í lífi barnanna, stórt hlutverk í offitu þeirra. Vegna þess hve erfitt er að takast á við vandann þegar hann er kominn til sögunnar skipta forvarnir miklu máli og ættu foreldrar að vera ein helsta fyrirmynd þar. Einnig komst höfundur að því að á Íslandi eru tiltölulega ný úrræði í boði og að ekki komast mörg börn að. Mikilvægt er að fleiri úrræði komi til sögunnar og það fljótlega því mörg börn eru án úrræðna eða hjálpar. Tekið skal þó fram að fagmannlega er staðið að meðferð barna við offitu á Íslandi, en alltaf má gera betur og leiddi ritgerðin það í ljós.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19337


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Offita barna hlutverk foreldra lokaverkefni.pdf722.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna