is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19368

Titill: 
  • Gjaldeyrishöft, áhrif og afnám
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarin ár um gjaldeyrishöft og hvernig því sé best háttað að afnema þau. Markmið þessarar ritgerðar er ætlað að skilgreina gjaldeyrishöft, skoða áhrif þeirra og hvort möguleiki sé fyrir hendi að afnema þau eins og staðan er í dag. Einnig verður farið yfir hvað þurfi að gera svo möguleikinn á afnámi sé til staðar.
    Gjaldeyrishöft er form hafta sem sett eru til að takmarka fjármagnsflutninga til og frá landi. Gjaldeyrishöftin voru sett á síðla árs 2008 og hafa að mörgu leyti skilað viðunandi árangri. Sem dæmi má nefna að fasteignaverð hefur hækkað, velta hlutabréfa hefur aukist, verðbólga hefur lækkað gengi krónu hefur styrkst og gjaldeyrisforði Seðlabanka hefur aldrei verið meiri.
    Þrátt fyrir það er talað um að gjaldeyrishöft séu skaðleg til lengri tíma litið. Ísland er aðildarríki að Evrópska Efnahagssvæðinu og í þeim samningum kveður á um að gjaldeyrishöft séu sett á sem skammtímalausn..
    Helstu niðurstöður kveða á um að afnám gjaldeyrishafta sé ekki til staðar eins og staðan er í dag. Ástæða þess er sú að stórir gjalddagar erlendra lána eru fram undan. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er ekki nægur fyrir þessum afborgunum. Við þessa gjalddaga bætist við það vandamál að enn hefur ekki fundist lausn á hvernig meðhöndla skuli þrotabú föllnu bankanna. Í þeim eru gífurlegar upphæðir í erlendri og íslenskri mynt sem ríkið gæti þurft að greiða út. Einnig þarf að draga verulega úr vægi aflandskróna í eigu erlendra aðila.
    Náist viðunandi samningar við þessum ofantöldu atriðum myndast raunhæfur möguleiki fyrir því að afnema gjaldeyrishöft. Það er svo undir stjórnvöldum komið að gæta þess að hagstjórn landsins auki trúverðugleika íslenska hagkerfisins svo óhóflegt magn fjármagns streymi ekki úr landi.

Samþykkt: 
  • 25.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19368


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gjaldeyrishöft, áhrif og afnám.pdf748.3 kBLokaður til...16.05.2033PDF